„Í samanteknu máli er annars vegar áberandi hversu mikill stöðugleiki einkennir sjálfboðavinnu á Norðurlöndum. Hins vegar má greina breytingar á uppbyggingu starfsins undir þessu kyrra yfirborði. Þær breytingar benda til þess að sjálfboðavinna og starfsemi frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum leiti nú í nýjan farveg.“
Tilvitnun hér að ofan er úr greiningarskýrslu Norrænu ráðherranefndinni um sjálfboðaliðavinnu á Norðurlöndunum. Við mælum með að áhugasamir skoði þessa vönduði skýrslu.
Í skýrslunni kemur einnig fram að „efnahagslegt gildi vinnunnar sem fólk innir af hendi án þess að þiggja laun fyrir er því verulegt og skiptir miklu máli sem framlag til verðmætasköpunar í norrænu ríkjunum.“
Finna má meira efni um sjálfboðavinnu undir fræðilegt efni hér á vefnum. Við hjá Vaxandi fylgjumst áfram með þróun á sjálfboðaliðastarfi á Norðurlöndunum!
