Bætir sjálfboðaliðastarf lífsánægju og lífsgæði?

Ný rannsókn á vegum Institute for Volunteering Research í Háskólanum East Anglia, Spirit of 2012 og What Works Centre for Wellbeing í Bretlandi greinir jákvæð tengsl þess að stunda sjálfboðaliðastörf og finna fyrir bættri lífsánægju og lífsgæðum.

Helstu niðurstöður eru:

  • Að jákvæð tengsl séu milli þess að stunda sjálfboðaliðastarf og lífsánægju og lífsgæða.
  • Þessi jákvæðu áhrif virðast vera sterkari hjá eldri sjálfboðaliðum, atvinnulausum sjálfboðaliðum og þeim sjálfboðaliðum sem eiga við langvarandi veikindi að stríða en öðrum.
  • Þessir sömu hópar mæta frekar hindrunum þegar þeir sækjast eftir að stunda sjálfboðaliðastörf en aðrir.
  • Ef álag á sjálfboðaliðum er of mikið getur starfið haft öfug áhrif.

Lesa má um rannsóknina á vef Institute for Voluteering Research þar sem niðurstöðurnar eru settar í samhengi við umhverfi heimsfaraldurs sem við búum við í dag.

Nefna ber að Institute for Volunteering Research er í samstarfi við Vaxandi.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *