Skapandi hugsun sem aðferð við samfélagslega nýsköpun: Málstofa á vegum Vaxandi og Almannaheilla

Við kynnum málstofu á vegum Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun og Almannaheilla, samtaka þriðja geirans.

Hönnunarhugsun hefur að undanförnu notið vinsælda sem aðferð við nýsköpun og stefnumótun. Aðferðin er ólínuleg, byggir á notendamiðaðri nálgun og sótt í verkfærakistu hönnunar. Við spyrjum, má nýta aðferðina í meira mæli í þriðja geiranum?

Dagskrá: 

1. Opnun málþings

2. Hvernig má nýta hönnunarhugsun í starfi? Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, hönnuður og deildarstjóri Miðlunar og nýsköpunar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur talar um hvernig bókasafnið hefur nýtt sér hönnunarhugsun við stefnumótun, teymsvinnu og nýsköpunarverkefni.

3. Nýsköpun og aðlögun samtaka að breyttum aðstæðum vegnaheimsfaraldurs: Kynning frá félagasamtökunum Hugarafli.

Málstofan fer fram í streymi á Zoom. Hér má finna hlekk á streymið.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *