„Þetta getur skipt miklu við að halda óbreyttum stuðningi almennings í yfirstandandi efnahagskreppu og jafnvel aukið hann.“
Textinn er úr grein Ómars H. Kristmundssonar, Tímamótatillögur, sem birt var á vef Vísis í apríl 2020. Hér vísar Ómar í tillögur starfshóps um lækkun á skattaálögum almannaheillasamtaka og skattaívilnanir sem hvetji til stuðnings við þau.
Nú bíður stjórnarfrumvarp fyrstu umræðu Alþingis sem byggir á vinnu starfshópsins. Frumvarpið felur í sér breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi þeirra lögaðila sem starfa til almannaheilla og falla undir svonefndan þriðja geira,
Lagt er til að einstaklingum sé heimilt að draga frá tekjum sínum, innan ákveðna marka, gjafir og framlög til lögaðila sem starfa til almannaheilla. Einnig er heimild fyrir frádrætti af tekjum af atvinnurekstri endurskoðuð og rýmkuð.
Samkvæmt frumvarpinu verða lögaðilar sem starfa til almannaheilla undanþegnir tekjuskatti og staðgreiðslu skatts á tilgreindar fjármagnstekjur. Að auki er þeim gert kleift, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að óska eftir 60% endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnulið vegna framkvæmda.
Einnig er lagt er til að góðgerðarstarfsemi, svo sem basarsala og sala nytjamarkaða þar sem allur hagnaður rennur til almannaheilla, sé undanþegin virðisaukaskatts.
Sjá nánari útfærslu í frumvarpinu og greinargerð þess. Einnig má lesa skýrslu starfshópsins og upplýsingar um starfshópinn.