Stuðningur við samfélagslega nýsköpun – málþing og vinnustofa

Miðvikudaginn 3. ágúst kl. 14-16 í Lóni fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar

Vaxandi kemur að skipulagi viðburðarins sem er hluti af verkefninu ”Social entrepreneurship for youth – SE4Y” sem styrkt er af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins og Einurð leiðir.

DAGSKRÁ

14:00    Opnunarávarp – Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor

14:15     Kynning á samfélagslega nýsköpunarverkefninu: “Dagur í lífi stúlku með ADHD” – Sara, Stella og Katla nemendur í samvinnu og samfélagslegri nýsköpun í félagsráðgjöf og þátttakendur í  SE4Y þjálfun samfélagsfrumkvöðla í Litáen.   

14:35     Kynning á niðurstöðum SE4Y verkefnisins og stuðningsumhverfi samfélagslegrar nýsköpunar á Íslandi – Stefanía G. Kristinsdóttir verkefnisstjóri hjá Einurð og doktorsnemi í Háskóla Íslands.

15:00     Þátttakendur fá yfirlit yfir sjóðaumhverfi samfélagslegrar nýsköpunar og vinna hugmynd að umsókn.  Hvernig falla markmið sjóðsins að markmiðum verkefnisins?  Er verið að styðja við samfélagslega nýsköpun, hvaða mælikvarðar liggja til grundvallar við mat á umsóknum?

15:40     Kynningar og umræður meðal þátttakenda

15:50     Samantekt og léttar veitingar

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *