„Starfsemi Rauða krossins snertir fólk í tengslum við heimsfaraldur Covid19 á ýmsan hátt. Fulltrúar félagsins störfuðu í samhæfingarstöð Almannavarna og aðgerðarstjórnum víðsvegar um landið, en einnig voru opnuð farsóttarhús á nokkrum stöðum og hafa verið opin í Reykjavík frá því í mars, þó með stuttu hléi í sumar.“
„Sérstök áhersla var á félagsleg verkefni Rauða krossins á liðnu ári. Heimsóknarvinaverkefnið sem staðið hefur lengi aðlagaði sig breyttum aðstæðum og símavinaverkefnið sem hingað til hefur verið minna í sniðum blómstraði. “
Þetta kemur fram í grein Sveins Kristinssonar formanns Rauða krossins á Íslandi sem var birt á vef Vísis í dag. Í greininni fer Sveinn yfir fjölbreytt starf samtakanna á árinu 2020 en samtökin hafa unnið ómetanlegt starf í tengslum við veirufaraldurinn.