Nemendur Háskóla Íslands bæta þjónustu á Vogi

Nokkrir nemendur Háskóla Íslands, þau Ari Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, og Ísól Sigurðardóttur, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík þróa frumgerð að hugbúnaði sem á að þjónusta skjólstæðinga sem bíða meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi. Hugbúnaðurinn sendir sjálfvirk skilaboð, hvatningu og upplýsingar um þau úrræði sem eru í boði. Samfélagslegur ávinningur verkefnisins er mikill en eftirspurn eftir meðferð á sjúkrahúsinu Vogi hefur aukist og biðtími lengst. Verkefnið komst í úrslit Gullegssins 2020. Vefurinn verkefnisins er electra.is.

Verkefnið er tilnefnd til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands ásamt nokkrum öðrum verkefnum nemenda við Háskóla Íslands sem voru styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2020. Á vef Háskóla Íslands má finna nánari upplýsingar um verkefnin sem tilnefnd eru til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *