Sprotalisti Poppins & Partners

Ráðgjafarfyrirtækið Poppins & Partners (P&P) hefur gefið út lista yfir efnilegustu sprotaverkefni ársins 2020.

Markmið okkar með birtingu listans er að vekja athygli á þeirri grósku, framsækni og fjölbreytileika sem er í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á Íslandi og hjá Íslendingum búsettum erlendis. Það hefur verið sérstaklega áhugavert að fylgjast með áræðni frumkvöðla á þessu einkennilega ári og höfum orðið varar við mikla aukningu í nýsköpun og þróun innan grasrótarfyrirtækja á öllum sviðum sem hafa séð sér hag í að svara nýjum og síbreytilegum þörfum samfélagsins.“ 

Á listanum er að finna efnilega frumkvöðla sem vinna að verkefnum sem hafa samfélagslegan ávinning. Meðal verkefna eru:

Spjara

Sem er nokkurs konar Airbnb fyrir föt. Sprotinn vann hugmyndasmiðjuna Spjaraþon árið 2020.

Nágrannar

Sem bjóða upp á smáforrit til að skrá sendla sem skutla mat innan síns hverfis.

Humble

Sem vilja sporna við matarsóun í matvælaiðnaði.

Listinn í heild á vef Poppins & Partners.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *