Nú er til umræðu stjórnarfrumvarp sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi þeirra sem starfa til almannaheilla og falla undir svonefndan þriðja geira.
Á rafrænu málþingi Almannaheilla og Vaxandi nk. fimmtudag verður frumvarpið til umræðu. Fjármálaráðaherra ávarpar málþingið, efni frumvarpsins verður kynnt og í lokin verða umræður.
Frumvarpið byggir á vinnu starfshóps um lækkun á skattaálögum almannaheillasamtaka og skattaívilnanir sem hvetji til stuðnings við þau. Hér má lesa skýrslu starfshópsins.
Hvaða starfsemi telst til almannaheilla samkvæmt frumvarpinu?
Mannúðarstarfsemi, æskulýðs-, íþrótta- og menningarmálastarfsemi, starfsemi björgunarsveita, rannsóknarstarfsemi, starfsemi menntasjóða, neytenda- og forvarnarstarfsemi og starfsemi trúfélaga.
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að:
- Einstaklingum sé heimilt að draga frá tekjum sínum (innan ákveðna marka) gjafir og framlög til almannaheillasamtaka.
- Heimild fyrir frádrætti af tekjum af atvinnurekstri verði rýmkuð.
- Almannaheillasamtök séu undanþegin tekjuskatti og staðgreiðslu skatts á tilgreindar fjármagnstekjur.
- Almannaheillasamtökum sé gert kleift, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að óska eftir 60% endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnulið vegna framkvæmda.
- Góðgerðarstarfsemi, svo sem basarsala og sala nytjamarkaða þar sem allur hagnaður rennur til almannaheilla, sé undanþegin virðisaukaskatts.
Sjá nánari útfærslu í frumvarpinu og greinargerð þess.