Áhrif samkomutakmarkanna á íþróttastarf

Augljóst er að íþróttahreyfingin á undir högg að sækja vegna samkomutakmarkanna. Bæði eru takmarkanir á íþróttastarf atvinnuíþróttamanna, almennings sem og á aðkomu félagsmanna og sjálfboðaliða að starfinu. Við bendum á nokkrar greinar um málefnið:

Á breska vefnum Economics Observatory má lesa áhugaverða umfjöllum um langtímaáhrif veirufaraldursins á íþróttastarf. Hvaða áhrif hefur tómir áhorfendapallar til lengdar? Hvað eru áhrif þess að sjálfboðaliðar íþróttahreyfinga draga sig í hlé?

Efnahags- og félagsmáladeild Sameinuðu þjóðanna gáfu út minnisblað um áhrif COVID19 á lýðheilsumál og íþróttastarf í maí 2020 eftir fyrstu bylgju.

Við bendum loks á minnisblað Ungmennafélagshreyfingarinnar. Í minnisblaðinu er farið yfir áhrif COVID19 á starfið, umræðu innan hreyfingarinnar og tillögur að aðgerðum. Í minnisblaðinu kemur meðal annars fram að: „stjórnendur frjálsra félagasamtaka segja tíma sjálfboðaliðans verða verðmætara og eftirsóknarverðara fyrir félögin því æ erfiðara er að fá fólk til að gefa vinnu sína. Þetta á sérstaklega við um þau félög sem þurfa að fá sjálfboðaliða til að taka að sér ábyrgðarhlutverk, verða í forsvari fyrir rekstur deilda og aðalstjórna. Ábyrgðin getur verið gífurleg enda velta félaganna í sumum tilvikum tugir og hundruð milljóna króna. Þá má því ekki missa boltann núna eftir áratuga uppbyggingu sjálfboðaliða sem jafnframt hefur byggt á miklum stuðningi ríkis og sveitarfélaga.“ 

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *