Nýtt neyðarathvarf og áfangaheimili á vegum Samtaka um kvennaathvarf

Stjórnvöld styrkja uppbyggingu nýs neyðarathvarfs á vegum Samtaka um kvennaathvarf. Fjárveitingin er hluti af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar og er ætlað að styrkja kvennaathvarfið vegna áhrifa COVID faraldursins. Samtökin standa einnig að uppbyggingu nýs áfangaheimilis eða 2. stigs úrræðis fyrir konur og börn sem dvalið hafa í kvennaathvarfinu. Áfangaheimilið sem er 18 íbúða hús mun opna næsta sumar.

„Það er gleðidagur í Kvennaathvarfinu. Þó er varla hægt að segja að draumur sé að verða að veruleika því við höfum aldrei beinlínis leyft okkur að eiga draum um sérhannað húsnæði til að reka athvarfið í. Við erum sennilega ekki búnar að átta okkur fyllilega á því hvað þetta býður upp á marga möguleika en horfum með gleði til þess að taka á móti konum og börnum í húsi sem byggt var sérstaklega fyrir þau og er aðgengilegt fyrir alla.  Upp úr stendur þakklæti í garð þeirra sem hafa komið okkur á þennan stað í verkefninu og fyrir fram þakklæti í garð þeirra fjölmörgu sem við vitum að eiga eftir að hjálpa okkur við að koma upp nýju Kvennaathvarfi.“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.

Tilkynning um styrkveitingu á vef stjórnarráðsins.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *