Geðhjálp hefur lagt 100 milljóna stofnframlag í Styrktarsjóð geðheilbrigðis. Þetta var ákveðið á aðalfundi Geðhjálpar 8. maí sl. Samtökin óska eftir því að ríkið leggi sömu upphæð í sjóðinn.
Ætlunin er að sjóðurinn styrki nýsköpunar- og sprotaverkefni á sviði geðheilbrigðis. Fyrsta úthlutinn fer fram 9. október nk. á stofndegi Geðhjálpar.
„Með Styrktarsjóði geðheilbrigðis vonast Geðhjálp til að hægt verði að stuðla að aukinni nýsköpun og framþróun innan geðheilbrigðismála og vitundarvakningu meðal almennings. Erindið hefur aldrei verið brýnna.“ Þetta kemur fram á vef sjóðsins.