Tímamót fyrir starfsumhverfi almannaheillasamtaka

Veturinn hefur verið viðburðaríkur fyrir félög sem starfa til almannaheilla. Á Alþingi voru afgreidd tvö stór mál er varða almannaheillafélög; lög um breytingar á skattaumhverfi almannaheillasamtaka og lög um félög til almannaheilla.

Nýsamþykkt lög um félög til almannaheilla marka tímamót en málið hefur þrisvar áður verið lagt fyrir Alþingi. Um er að ræða heildarlög um félagasamtök sem starfa til almannaheilla þar sem mótuð hefur verið umgjörð um starfsumhverfi og stjórnun þeirra. Málið hefur verið baráttumál Almannaheilla, samataka þriðja geirans frá stofnun samtakanna 2008.

Með lögunum um breytingar á skattaumhverfi almannaheillasamtaka sem samþykkt voru fyrr í vetur er einstaklingum gert kleift að draga frá tekjum vegna framlaga til almannaheillasamtaka. Fyrirtæki fá einnig aukið svigrúm til að draga frá tekjum af atvinnurekstri. Með lögunum er auk þess dregið úr ýmsum skattaálögum á almannaheillastarfsemi.


Viðburðaríkur vetur hjá Vaxandi:

Við þökkum gestum kærlega fyrir þátttöku í málstofum og hádegisfundum Vaxandi og Almannaheilla í vetur

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *