- Hvert er hlutverk frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndunum?
- Hvernig er starfsemi frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndunum fjármögnuð?
- Hvaða áskoranir standa frjáls félagasamtök á Norðurlöndunum frammi fyrir?
Þetta eru meðal spurninga sem teknar eru fyrir í nýrri skýrslu um einkenni og umhverfi frjálsra félagsamtaka á Norðurlöndunum. Skýrslan sem er byggð á viðtölum við sérfræðinga í málefnum þriðja geirans á öllum Norðurlöndunum er gefin út í tengslum við fyrirhugaðan Norðurlandafund borgaralegra samtaka (e. Nordic summit for civil society. Fyrir hönd Íslands var tekið viðtal við Steinunni Hrafnsdóttur, prófessor í félagsráðgjöf og stofnanda Vaxandi.
Dönsku samtökin Center For Frivilligt Socialt Arbejde standa að verkefninu í samstarfi við Tænketanken Mandag Morgen. Norræna ráðherranefndin styrkir verkefnið.
Hér er skýrslan í heild á dönsku og hér er úrdráttur á ensku.
