Fjármálaráðherra ræðir breytingar á skattlagningu þriðja geirans

Í fjölmiðlum um helgina fjallaði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, um frumvarp sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi þeirra lögaðila sem starfa til almannaheilla og falla undir svonefndan þriðja geira.

Viðtal við Bjarna í Viðskiptablaðinu

Í viðtali við Viðskiptablaðið segir Bjarni að frumvarpið hafi fengið góð viðbrögð og að hann hafi væntingar um aukin framlög til Almannaheillasamtaka.

„Maður getur haft þónokkrar væntingar um að aukning framlaga verði umtalsverð miðað við það stökk sem varð þegar við tókum það litla skref að hækka heimilað hlutfall til skattafrádráttar úr hálfu prósenti af veltu fyrirtækja í 0,75%. Þá jukust framlög fyrirtækjanna um nærri milljarð milli ára,“ segir Bjarni.

Í viðtalinu kemur einnig fram að gjafir einstaklinga til almannahagssamtaka muni fara sjálfkrafa inn í skattaframtalið sem gerir kerfið skilvirkara og þægilegra.

Grein Bjarna

Bjarni Benediktsson birti einnig grein í Morgunblaðinu þar sem hann þakkar Almannaheillasamtökum og þeim þúsundum Íslendinga sem hafa gefið vinnu sína og krafta í þágu samfélagsins í gegnum tíðina fyrir gott starf.

Um framvarpið segir Bjarni: „Að baki breytingunum búa skýr markmið. Léttari róður fyrir almannaheillafélög og hvatning fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum. Þannig stækkar tekjustofn félaganna á sama tíma og fólk fær aukið frelsi til að styrkja starfsemi að eigin vali, án milligöngu ríkisins.“

Greinina sem birtist fyrst í Morgunblaðinu má lesa í heild á vef Sjálfstæðisflokksins.

Viðtalið má lesa í heild á vef Viðskiptablaðsins.

Vaxandi fjallaði um frumvarpið sem um ræðir fyrr í mánuðinum.

Mynd: Eva Björk Ægisdóttir hjá Viðskiptablaðinu

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *