Áhugaverður fyrirlestur Dr. Nick Spencer um hönnunarhugsun á málþingi Almannaheilla og Vaxandi

Í gær, 10 desember, á málþingi Almannaheilla og Vaxandi talaði Dr. Nick Spencer hönnuður og dósent í nýsköpunarfræðum við Northumbria University í Bretlandi um hvernig snúa megi flóknum vandamálum upp í tækifæri með nálgun hönnunar (e. A design-led approach to transforming wicked problems into design situations and opportunities). Hann fjallaði sérstaklega um verkefni um netöryggi sem unnið var fyrir lögregluna í Northumbria. Ólíkir hagsmunaaðilar, þar á meðal ungmenni í borginni, tóku þátt í að finna skapandi lausnir.

Fyrir hönd Vaxandi, Almannaheilla og gesta málþingsins þökkum við Dr. Spencer kærlega fyrir áhugaverðan fyrirlestur.

Glærur frá Spencer eru aðgengilegir á vefnum undir hagnýtt efni.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *