Hjálpsemi og gjafmildi á tímum Covid

Vaxandi eða þau Steinunn Hrafnsdóttir og Ómar H. Kristmundsson tóku þátt í alþjóðlegri rannsókn sem ætlað er að varpa ljósi á áhrif Covid faraldursins á gjafmildi og hjálpsemi (generosity). Um 50 fræðimenn frá yfir 20 löndum tóku þátt í rannsókninni sem var leidd af Pamala Wiepking from IU Family School of Philanthropy.  Í rannsókninni var lögð áhersla á að skoða, með þverfaglegri nálgun, hvernig gjafmildi og hjálpsemi eru skilgreind í ólíkum löndum. Markmiðið var að svara eftirfarandi spurningu:  „Hvernig hefur hegðun tengd gjafmildi og hjálpsemi haft áhrif og mögulega breyst í tengslum við Covid faraldurinn?“

Á heimasíðu verkefnisins má finna skýrslur frá samstarfslöndunum en þar verður einnig hægt að hlaða niður alþjóðlegu samanburðarskýrslunni um leið og hún er tilbúin.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *