Styrkir til fyrirtækja í þróunarsamvinnu

Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum? Fyrirtæki sem eru opinberlega skráð sem slík og eru ekki ríkisaðilar geta sótt til sjóðsins. Sérstaklega er hvatt til þess að verkefni stuðli að þverlægum markmiðum íslenskrar þróunarsamvinnu sem lúta að jafnrétti kynjanna og að jákvæðum umhverfis- og loftslagsáhrifum. Fyrirtæki geta tekið höndum saman með félagasamtökum, háskólum og slíkum aðilum við framkvæmd verkefna.  

Auglýst er eftir umsóknum til og með 3. febrúar 2022

Samstarfslönd

Áherslan er á lágtekju- og lágmillitekjuríki á lista Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (DAC/OECD) um viðtökulönd opinberrar þróunaraðstoðar, auk smáeyþróunarríkja (SIDS). Verkefni þarf að vinna í samvinnu við traustan samstarfsaðila í þróunarlandi. Sjá lista yfir gjaldgeng samstarfslönd.

Styrkfjárhæð

Styrkfjárhæð getur numið allt að 200.000 evra yfir allt að þriggja ára tímabil. Styrkur getur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis og þarf því fyrirtæki og samstarfsaðilar þess að leggja fram sömu eða hærri fjárhæð og styrkfjárhæðin nemur.

Umsókn 

Senda skal umsókn til utanríkisráðuneytisins í gegnum miðlæga þjónustugátt hins opinbera, island.is/atvinnulífssjodur þar sem nota skal rafræna auðkenningu. Nota skal hjálögð umsóknareyðublöð, verkefnaskjal og  verk- og kostnaðaráætlun. Nánari upplýsingar eru í verklagsreglum auk þess sem senda má fyrirspurnir á netfangið atvinnulifssjodur@utn.is.

Afgreiðsla

Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti matshóps þriggja óháðra sérfræðinga á sviði fyrirtækjareksturs og þróunarsamvinnu. Umsóknir þurfa að berast í gegnum miðlæga þjónustugátt hins opinbera: island.is/atvinnulífssjodur eigi síðar en 3. febrúar 2022. Næst verður auglýst í mars með frest til 3. maí og svo í ágúst með frest til 3. október. 

Nánar í verklagsreglum sjóðsins    

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *