Konur og samfélagsleg nýsköpun

Á dögunum birtist grein á vef World Economic Forum um konur í samfélagslegri nýsköpun. Færð eru rök fyrir mikilvægi þess að styrkja stuðningskerfi og valdaefla konur til samfélagslegrar nýsköpunar. Samkvæmt skýrslunni State of Social Entrepreneurship 2020 hljóta karlmenn frekar styrki en konur jafnvel þó að konur séu í meirihluta umsækjanda.

Heimsfaraldurinn hefur haft slæmar afleiðingar fyrir konur víðsvegar um heim og er lykilatriði að konur komi að uppbyggingu. Samkvæmt Ashoka’s 2018 Global Impact Study eru konur í samfélagslegri nýsköpun líklegri til að virkja sitt nærumhverfi en karlmenn.

Greinin er birt í tilefni að árlegum fundi World Economic Forum The Davos Agenda 2021.

Hér er greinin í heild.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *