14% breskra sjálfboðaliðasamtaka búast við að hætta starfsemi á komandi ári

Hver er staða sjálboðaliðasamtaka í Bretlandi?

57% breskra sjálfboðaliðasamtaka segjast finna fyrir aukinni eftirspurn eftir þjónustu. Á sama tíma greina 38% sjálfboðaliðasamtaka frá því að þau búist við að fjárhagsstaða versni verulega á komandi mánuði og 14% sjálfboðaliðasamtaka búast við að hætta starfsemi á komandi ári.

Þetta eru niðurstöður könnunar á stöðu sjálfboðaliðasamtaka í Bretlandi sem framkvæmt var í óktober á þessu ári, í miðjum heimsfaraldri. Fylgst er með stöðu sjálfboðaliðasamtaka í mánaðarlegum könnunum á vegum Nottingham Trent háskólans, NCVO og Sheffield Hallam háskóla og Sheffield Hallam háskóla.

Hér má finna glærur með helstu niðurstöðum. Niðurstöðurnar eru einnig aðgengilegar  á gagnvirkum vef.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *