Nemendur í samfélagslegri nýsköpun í Háskóla Íslands á vinnustofu SE4Y í Litháen

Þær Stella Rún, Sara Rós og Katla tóku þátt í Vinnustofu SE4Y verkefnisins fyrir unga samfélagsfrumkvöðla sem Tavo Europa stóð fyrir í Litháen dagana 30. maí til 5. júní, sjá mynd.

Þar unnu að samfélagslegu nýsköpunarhugmyndinni sinni sem snýst um að vinna fræðsluefni um ADHD hjá stúlkum. Samstarf þeirra hófst á námskeiðinu Samvinna og samfélagsleg nýsköpun fyrir félagsráðgjafanema í Háskóla Íslands haustið 2021 og hafa þær haldið áfram að þróa verkefnið sitt eftir að námskeiðin lauk. Á námskeiðinu var námsefni SE4Y (Social entrepreneurship for youth) meðal annars notað í kennslunni en völdum nemendum var boðið að þróa hugmyndina sína áfram á vinnustofunni í Litháen.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *