Ný þjónusta á vegum Blindrafélagsins

Blindrafélagið hefur tekið upp nýja þjónustu við blinda og sjónskerta með notkun snjallforritsins „Be My Eyes.“

Á vef blindrafélagsins má lesa meðfylgjandi útskýringu á þjónustunni:

„Í grunninn virkar kerfið þannig að blindur eða sjónskertur notandi sem þarf sjónræna aðstoð, hringir í sjálfboðaliða með Be My Eyes appinu. Sjálfboðaliði sem svarar fær aðgang að myndavélinni í síma notandans og getur þannig veitt sjónræna aðstoð. Báðir heyra í hvor öðrum en aðeins sjálfboðaliðinn sér það sem myndavél notandans sér.“

Við tökum undir með Blindrafélaginu og hvetjum félagsmenn Blindrafélagsins til að kynna sér þjónustuna og einnig almenning að skrá sig sem sjálfboðaliðar.

Frekari upplýsingar má finna á vef Blindrafélagsins og á vefsíðu Be my Eyes.  

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *