Nýr vefur um Barnasáttmálann verður opnaður á morgun 20. nóvember á degi mannréttinda barna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarráðherra opna vefinn formlega á Zoom fundi.
Að vefnum standa félagasamtökin Barnaheill – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi í samstarfi við umboðsmann barna og Menntamálastofnun. Verkefnið er styrkt af ríkisstjórn Íslands.
Á vefnum er Barnasáttmálinn birtur í heild en einnig á auðlesnu skriflegu máli ætlað börnum. Sáttmálinn táknmálstúlkaður auk þess sem hægt er að hlusta á hann með hjálp vefþulu.