Styrkir til frjálsra félagasamtaka vegna COVID19

Styrkir til frjálsra félagasamtaka sem styðja við viðkvæma hópa eru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar Viðspyrna fyrir Íslands sem kynntar voru í dag. Áætlað umfang styrkja til frjálsra félagasamtaka eru 80 milljónir króna. Styrkir munu renna til félagasamtaka sem sinna mataraðstoð, neytenda- og hagsmunamálum heimlanna og fólki sem er einangrað eða undir andlegu álagi vegna COVID19.

Í yfirliti um upplýsingar um aðgerðir vegna COVID-19 kemur fram að:

„Gildi frjálsra félagasamtaka er mikið þegar bæta þarf nýjum og skapandi lausnum inn í þjónustu við viðkvæma hópa á COVID-19 tímum. Lausnum sem hefðbundnir opinberir þjónustuaðilar hafa ekki tök á að sinna. Innan frjálsra félagsamtaka starfa fjöldi fólks sem vill láta gott af sér leiða, fólk sem hefur náð trausti meðal jaðarsettra hópa og þeirra sem búa við einhverskonar erfiðleika eða vanlíðan. Aðsókn í þjónustu félagasamtaka hefur aukist talsvert frá því að COVID-19 faraldurinn hófst. Á þetta bæði við um samtök sem veita þjónustu vegna ýmissa erfiðleika s.s. andlegrar vanlíðunar og einnig samtök sem veita fjárhagslegan stuðning eins og mataraðstoð. Reiknað er með að um tímabundið skeið erfiðleika sé að ræða þar til bóluefni finnst og verður komið í almenna notkun. Frjáls félagasamtök eru afl sem æskilegt er að virkja við þessar aðstæður.“

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *