Nýsköpun í öldrunarþjónustu

„Mikil gróska er í rannsóknum á sviði öldrunarfræða og þörf á að miðla niðurstöðum þeirra samfélaginu til hagsbóta.“

„Við skilgreinum farsæla öldrun svo: „Öldrun, þriðja aldursskeiðið, getur verið skeið þroska og tækifæra fremur en eingöngu sjúkdóma og hrörnunar.“

Þetta kemur fram á Facebooksíðu Þekkingarmiðstöðvar um farsæla öldrum. Um er að ræða mikilvæga nýsköpun í öldrunarþjónustu. Á facebooksíðunni sem er fyrsta aðsetur þekkingarmiðstövarinnar fer fram miðlun upplýsinga um öldrunarmál og persónumiðaða öldrunarþjónustu. Stefnan er að setja upp þekkingarmiðstöðvar að norrænni fyrirmynd. Farsæl öldrun er verkefni sem fór í gegnum Snjallræði samfélagshraðall árið 2018.

Hér má lesa viðtal við Berglindi Indriðadóttur sem stendur, ásamt fleirum að verkefninu.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *