Almannaheill og heimsmarkmiðin

Við erum sannfærð um að almannaheillasamtök séu mikilvægir hlekkir í vinnu að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna! Það gleður okkur að Almannaheill, samtök þriðja geirans og verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafa gert með sér samkomulag um kynningarstarf á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna ætlað félagasamtökum.

Almannaheill og verkefnastjórnin munu standa að fræðslufundum og miðlun upplýsinga um heimsmarkmiðin. Einnig mun Almannaheill kanna vitund félagasamtaka á heimsmarkmiðunum. Samstarfið er til þess gert að hvetja félagasamtök til að samþætta heimsmarkmiðin inn í daglega starfsemi sína.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

One Response

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *