Viðtal við formann Almannaheilla

Almenningur er mjög tryggur þessum samtökum“

Þetta segir Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans sem var gestur morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun. Jónas fjallaði þar um stöðu almannaheillasamtaka í faraldrinum; Almannaheillafélög gegna mikilvægu hlutverki í faraldrinum, þau hafa verið kölluð til á upplýsingafundum almannavarna og hafa mörg hver gjörbreytt starfsemi sinni til að mæta sínum skjólstæðingum.

Hann kom einnig inn á frumvarp sem bíður nú fyrstu umræðu Alþingis um breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld er varða aðila sem starfa til almannaheilla.

Á vef Ríkisútvarpsins má hlusta á viðtalið í heild sinni.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *