Leiðtogaskóli Íslands fyrir unga félagslega frumkvöðla

Við vekjum athygli á Leiðtogaskóla Íslands sem rekin er af Landssambandi ungmennafélaga (LUF). Í skólanum eru ungmenni valdefld; þau fá þjálfun í persónulegri hæfni, deila reynslu og efla tengslanet sitt. Lögð er áhersla á lýðræði og mannréttindi.

Meðal markmiða skólans er að:

„Virkja mannauðinn innan aðildarfélögum LUF og veita þeim stuðning í hagsmunastarfi, nýsköpun og láta hugmyndir verða að veruleika.

„Vera vettvangur fyrir ungt fólk utan félagasamtaka sem vill kynna sér starf ungmennafélaga og hvetja þá einstaklinga til að taka þátt í sjálfboðastarfi.“

Skólinn fer fram 10.-11. og 30.-31. janúar á næsta ári og hvetjum við unga frumkvöðla til að taka þátt.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *