Auglýst eftir styrkumsóknum vegna samfélagslegra verkefna

KSÍ Knattspyrnusamband Íslands auglýsir eftir styrkumsóknum vegna samfélagslegra verkefna.

Annars vegar auglýsir KSÍ eftir umsóknum frá samtökum sem vilja vinna að samfélagslegu verkefni í samstarfi við KSÍ. Hámark tvö verkefni verða fyrir valinu og munu verkefnin fá birtingu á landsleikjum, á vef og miðlum KSÍ og annan stuðning, til að mynda í formi vinnuframlags. Við val á verkefnum verður áhersla lögð á verkefni á sviði andlegrar heilsu og mismununar. Skilyrði er að verkefnin hafi tengingu við knattspyrnu á einn eða annan hátt.  Hér má lesa nánar um samstarfið og samstarfsverkefni síðustu ára.

Hins vegar býður UEFA upp á styrki vegna verkefna sem styðja við samfélagslegrar aðlögunar flóttafólks og hælisleitenda með sérstaka áherslu á aðlögun kvenna. Samtals 6 verkefni munu hljóta styrk. KSÍ hvetur samtök sem starfa á sviðinu að hafa samband. Hér má lesa nánar um styrkina.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *