Umfangsmikil og vönduð nýsköpun á sviði velferðarmála í Danmörku í fyrstu bylgju COVID19

Meirihluti eða um 70% frjálsra félagasamtaka í Danmörku stunduðu samfélagslega nýsköpun í fyrstu bylgju COVID faraldursins samkvæmt nýrri skýrslu um nýsköpun á sviði velferðarmála í Danmörku. Skýrslan gefur til kynna að nýsköpun hafi verið umfangsmikil og vönduð í fyrstu bylgju og framkvæmt af hinu opinbera, af þriðja geiranum eða í samstarfi hins opinbera og þriðja geirans.

Á meðfylgjandi súluriti er spurt: „Hafa samtökin ykkar stundað nýsköpun á tímabilinu frá lokun landsins (DK) þann 11. mars til dagsins í dag?“ 70% frjálsra félagasamtaka og 84% opinbera aðila innan velferðarkerfisins svara játandi.

Knud Aarup, formaður Rauða Krossins í Árhúsum segir að reynslan úr fyrstu bylgjunni og samstarf Almannaheillasamtaka og opinbera geirans geti leitt til langtíma breytinga á skipulagi innan velferðarkerfisins.

Almannaheillasamtök reyndust mikilvæg þegar kom að því að takast á við ný vandamál enda veita Almannaheillasamtök mikilvæga velferðarþjónustu og eru oft í betri og nánari samskiptum við borgara eða þjónustuþega en stjórnvöld.

Eitt af sameiginlegum verkefnum Rauði Krossins og sveitarfélagsins í Árhúsum var að draga úr félagslegri einangrun eldri borgara. Meðal verkefna var að hringja í um 3000 eldri borgara og bjóða upp á starf eldri borgara í upphituðum tjöldum utandyra.

Hér má lesa skýrsluna í heild. Hún er á dönsku.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *