Úthlutun styrkja til frjálsra félagasamtaka

Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason hefur úthlutað styrkjum til frjálsra félagasamtaka. Upphæð styrkjanna er samtals 107 milljónir króna. Lögð var áhersla á verkefni sem styðja við viðkvæma hópa sem glíma við afleiðingar Covid-19.

„Starfsemi frjálsra félagasamtaka er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag og þau vinna ómetanlegt starf. Undanfarið ár hefur svo sannarlega sýnt mikilvægi þeirra, en mikið álag hefur verið hjá mörgum samtökum vegna Covid-9 faraldursins. Það er því sérstaklega ánægjulegt að styðja við fjölbreytt verkefni sem hjálpa viðkvæmum hópum á að takast á við afleiðingar faraldursins, og ekki síður ánægjulegt að styrkja verkefni sem munu nýtast börnum, fötluðum og öðrum viðkvæmum hópum samfélagsins.“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra (tekið af vef Stjórnarráðsins).

Hér er listi yfir styrkþega.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *