Fréttir af félagasamtökum: Mikil aðsókn til Píeta samtakanna

„Hins vegar höfum við stækkað á ógnar­hraða og hver mánuður er stærri en sá á undan. Það sem er sér­stakt við okkar rekstrar­form er það að sam­tökin eru al­farið rekin af al­mennu styrktar­fé. Allt starfs­fólk leggur sig mikið fram og vinna hér allir af hug­sjón og fag­mennsku.“

Þetta segir Kristín Ólafsdóttir fram­kvæmda­stjóri Píeta sam­takanna. Samtökin veita gjaldfrjálsa þjónustu gegn sjálfs­vígum og sjálf­skaða, bæði fræðslu- og forvarnarþjónustu. Samtökin veittu 416 viðtöl í október mánuði en í sama mánuði í fyrra voru viðtölin 186. Hér má lesa umfjöllun á vef Fréttablaðsins.

Hér má horfa á viðtal við Kristínu frá því í sumar þar sem hún fjallar um aukna eftirspurn eftir þjónustu samtakanna í kjölfar COVID. Við bendum á vefsíða Píeta samtakanna.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *