Hagnýtt efni
Jana Eir Víglundsdóttir

Rafræn opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB

Kynnið ykkur ný og spennandi tækifæri á rafrænni opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB þann 15. apríl nk. RANNÍS, Erasmus+ Evrópa unga fólksins og Erasmus+ Menntaáætlun ESB standa að hátíðinni. Lilja

Meira »
Innlend frétt
Jana Eir Víglundsdóttir

Úthlutun úr Æskulýðssjóði

6 spennandi verkefni ætluð börnum og ungmennum hafa fengið styrk úr Æskulýðssjóði í fyrri úthlutun sjóðsins. Sérstök áhersla var á að styrkja verkefni sem stuðla að

Meira »
Viðburður
Jana Eir Víglundsdóttir

Samtal ungmennaráða

Samtal ungmennaráða er rafrænn viðburður á vegum Ungmennaráðs UMFÍ sem fer fram fimmtudaginn 8. apríl nk. milli 19:30-21:30. Samtal ungmennaráða er óformlegur vettvangur fyrir fulltrúa

Meira »
Hagnýtt efni
Jana Eir Víglundsdóttir

Fræðsluefni um stjórnun almannaheillasamtaka

Við deilum nokkrum fyrirlestrum úr safni NCVO nú þegar aðlaga þarf starfsemi að breyttum sóttvarnaraðgerðum. Að byggja upp tengsl við önnur almannaheillafélög (e. Successful collaboration

Meira »
Myndir á tímalínuÞekkir þú ungmenni á aldrinum 12 – 18 ára sem gæti haft áhuga á að vera með í UngSAFT? Nú er tækifærið! UngSAFT er ungmennaráð SAFT sem lætur sig málefni ungs fólks á netinu varða. Réttindi barna og unglinga á netinu, tölvuleikir, samfélagsmiðlar og fleira eru viðfangsefni ráðsins bæði innan lands sem utan sem meðlimir fá tækifæri til að taka þátt í og segja sína skoðun á. Frekari upplýsingar og skráningarform má finna á saft.is/ungsaft ... Sjá meiraSjá minna
Sjá á Facebook
Markaðssetning félagasamtaka? Er markaðsstarf félagasamtaka frábrugðið öðru markakaðsstarfi? Laila markaðsfræðingur Krafts fjallar um málið á hádegisfundi Almannaheilla og Vaxandi sem fer á morgun 👉 www.facebook.com/events/303563184526713/ ... Sjá meiraSjá minna
Sjá á Facebook

UM OKKUR

Vaxandi er miðstöð um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands. Markmið Vaxandi er að efla þekkingu á starfi félagasamtaka á Íslandi og annarra sem starfa án hagnaðarvonar með sérstakri áherslu á samfélaga nýsköpun og félagslega frumkvöðla. Með samfélagslegri nýsköpun (e. social innovation) er hér átt við nýjar eða breyttar leiðir til að mæta þörfum samfélagsins með framlagi notenda, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila.

Á vef Vaxandi er að finna hagnýtt og fræðilegt efni um þriðja geirann og samfélagslega nýsköpun, yfirlit yfir viðburði og lista yfir íslensk félagasamtök en við munum bæta við listann jafnt og þétt. Við miðlum einnig því sem er á döfinni; viðburðum, nýsköpunarkeppnum og öðrum tækifærum.

Vaxandi og Almannaheill, samtök þriðja geirans vinna að samstarfsverkefnum um eflingu starfs félagasamtaka. Samstarfsverkefnin eru unnin með stuðningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins samkvæmt viljayfirlýsingu sem ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, formaður Almannaheilla og rektor Háskóla Íslands hafa skrifað undir.

RÁÐLEGGINGAR VEGNA COVID19

Teams:

 • Teams er hópvinnukerfi frá Microsoft. Í Teams er hægt að stofna samvinnuhópa og spjallþræði. Í samvinnuhópum má opna og vinna í sameiginlegum skjölum. Í Teams er einnig gott fjarfundakerfi.

 • Hér má sækja forritið.

Zoom:

 • Zoom er fjarfundarkerfi sem hentar vel til hópavinnu. Forritið býður meðal annars upp á að deila skjá notenda og skipta hóp niður í smærri einingar fyrir umræður. Zoom er ókeypis en takmarkað við 40 mínútna fjarfundi. Kaupa má leyfi fyrir með auknar heimildir.

 • Hér má sækja forritið.

 • Hér er gagnlegt myndband með öryggisráðstafanir á Zoom.

 • Hér eru kennslumyndbönd á ensku. 

Google Meet:

 • Google Meet er aðgengilegt fjarfundarkerfi frá google.

 • Hér má stofna fund og hér má finna frekari upplýsingar og leiðbeiningar um notkun á Google Meet.

Upplýsingar af vef Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands.

Viltu finna efni um:

 • Verkefni fyrir sjálfboðaliða
 • Stuðning við sjálfboðaliða
 • Sóttvarnir sjálfboðaliða
 • Meðhöndlun upplýsinga og sjálfboðaliðar

Hér má finna leiðbeiningarriti frá Volinteeringwa ætlað sjálfboðaliðasamtökum á tímum COVID19. 

Hér er gagnlegur tékklisti á vegum CVS Brent.

Á vefsíðu NCVO má einnig nálgast góðar leiðbeiningar um hvernig félagasamtök geta stutt við sjálfboðaliða á tímum COVID19.

Við deilum fyrirlestri á vegum NCVO um sjálfboðaliðastörf á farsóttartímum:

Hér á vefnum má finna meira hagnýtt efni um stuðning við sjálfboðaliða.

Við bendum á hagnýtt efni á vefnum um almannaheillasamtök og COVID.

ÁBENDINGAR

Ertu með hugmynd að verkefnum eða lausnum? Ertu með ábendingu um hvað má betur fara á vefnum? Ertu með fyrirspurn? Er annað sem þú vilt koma á framfæri? Við viljum eiga í samtali við félagasamtök, félagslega frumkvöðla og aðra notendur. Á þann hátt stuðlum við saman að eflingu þekkingar á starfi félagasamtaka og annarra sem starfa án hagnaðarvonar.  Við hvetjum þig til þess að senda okkur ábendingu!