Viðburður
Jana Eir Víglundsdóttir

Dagur frjálsra félagasamtaka

Í dag er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka! Myllumerki dagsins er #worldngoday Í tilefni af degi frjálsra félagasamtaka heldur Evrópuráðið (e. Council of Europe) málþing um áskoranir

Meira »
Viðburður
Jana Eir Víglundsdóttir

Viðburðir í febrúar: Frumkvöðlaumhverfið

Kynningar og ráð um frumkvöðlaumhverfið á Íslandi: Tækniþróunarsjóður stendur fyrir rafrænni kynningu á Tækniþróunarsjóði og skattfrádrætti rannsóknar- og þróunarverkefna í dag klukkan 13:00. Á morgun

Meira »
Fræðilegt efni
Jana Eir Víglundsdóttir

Staða sjálfboðaliðasamtaka í Bretlandi

Hvernig hefur umhverfi sjálfboðaliða breyst í heimsfaraldrinum? Þörfin eftir þjónustu hefur aukist en fjárhagur sjálboðaliðasamtaka hefur versnað. Þetta kemur fram í könnun Nottingham Trent háskólans, NCVO og Sheffield Hallam háskóla á stöðu sjálfboðaliðasamtaka í Bretlandi.

Meira »
Í dag er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka! #worldngoday ... Sjá meiraSjá minna
Sjá á Facebook
Frábært verkefni! Hljómsveit með samfélagslegan tilgang 🎻🎷 ... Sjá meiraSjá minna
Sjá á Facebook
„Að rata í frumkvöðlaumhverfinu er mánaðarlegur viðburður og leiðarvísir um þann stuðning sem í boði er fyrir frumkvöðla.“ ... Sjá meiraSjá minna
Sjá á Facebook

UM OKKUR

Vaxandi er miðstöð um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands. Markmið Vaxandi er að efla þekkingu á starfi félagasamtaka á Íslandi og annarra sem starfa án hagnaðarvonar með sérstakri áherslu á samfélaga nýsköpun og félagslega frumkvöðla. Með samfélagslegri nýsköpun (e. social innovation) er hér átt við nýjar eða breyttar leiðir til að mæta þörfum samfélagsins með framlagi notenda, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila.

Á vef Vaxandi er að finna hagnýtt og fræðilegt efni um þriðja geirann og samfélagslega nýsköpun, yfirlit yfir viðburði og lista yfir íslensk félagasamtök en við munum bæta við listann jafnt og þétt. Við miðlum einnig því sem er á döfinni; viðburðum, nýsköpunarkeppnum og öðrum tækifærum.

Vaxandi og Almannaheill, samtök þriðja geirans vinna að samstarfsverkefnum um eflingu starfs félagasamtaka. Samstarfsverkefnin eru unnin með stuðningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins samkvæmt viljayfirlýsingu sem ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, formaður Almannaheilla og rektor Háskóla Íslands hafa skrifað undir.

RÁÐLEGGINGAR VEGNA COVID19

Gildandi takmarkanir á samkomum hafa mikil áhrif á starf almannaheillasamtaka. Eftirfarandi takmarkanir á samkomum vegna COVID19 gilda frá 13. janúar til og með 17. febrúar 2021.

 • Fjöldasamkomur eru óheimilaðarFjöldasamkomur miðast við þegar fleiri en 20 einstaklingar koma saman.
 • Íþróttastarf er nú heimild með takmörkunum. 
 • Almenn nálægðartakmörkun miðast við a.m.k. 2 metra milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum 
  • Þar sem ekki unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmarkanir er grímuskylda. 
  • Mikilvægt er  grímur séu notaðar rétt og skulu þær hylja bæði nef og munn.
 • Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin takmörkunum. 

Upplýsingar af vefnum covid.is og reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Teams:

 • Teams er hópvinnukerfi frá Microsoft. Í Teams er hægt að stofna samvinnuhópa og spjallþræði. Í samvinnuhópum má opna og vinna í sameiginlegum skjölum. Í Teams er einnig gott fjarfundakerfi.

 • Hér má sækja forritið.

Zoom:

 • Zoom er fjarfundarkerfi sem hentar vel til hópavinnu. Forritið býður meðal annars upp á að deila skjá notenda og skipta hóp niður í smærri einingar fyrir umræður. Zoom er ókeypis en takmarkað við 40 mínútna fjarfundi. Kaupa má leyfi fyrir með auknar heimildir.

 • Hér má sækja forritið.

 • Hér er gagnlegt myndband með öryggisráðstafanir á Zoom.

 • Hér eru kennslumyndbönd á ensku. 

Google Meet:

 • Google Meet er aðgengilegt fjarfundarkerfi frá google.

 • Hér má stofna fund og hér má finna frekari upplýsingar og leiðbeiningar um notkun á Google Meet.

Upplýsingar af vef Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands.

Viltu finna efni um:

 • Verkefni fyrir sjálfboðaliða
 • Stuðning við sjálfboðaliða
 • Sóttvarnir sjálfboðaliða
 • Meðhöndlun upplýsinga og sjálfboðaliðar

Hér má finna leiðbeiningarriti frá Volinteeringwa ætlað sjálfboðaliðasamtökum á tímum COVID19. 

Hér er gagnlegur tékklisti á vegum CVS Brent.

Á vefsíðu NCVO má einnig nálgast góðar leiðbeiningar um hvernig félagasamtök geta stutt við sjálfboðaliða á tímum COVID19.

Við deilum fyrirlestri á vegum NCVO um sjálfboðaliðastörf á farsóttartímum:

Hér á vefnum má finna meira hagnýtt efni um stuðning við sjálfboðaliða.

Við bendum á hagnýtt efni á vefnum um almannaheillasamtök og COVID.

ÁBENDINGAR

Ertu með hugmynd að verkefnum eða lausnum? Ertu með ábendingu um hvað má betur fara á vefnum? Ertu með fyrirspurn? Er annað sem þú vilt koma á framfæri? Við viljum eiga í samtali við félagasamtök, félagslega frumkvöðla og aðra notendur. Á þann hátt stuðlum við saman að eflingu þekkingar á starfi félagasamtaka og annarra sem starfa án hagnaðarvonar.  Við hvetjum þig til þess að senda okkur ábendingu! 

Fylgdu Vaxandi á Instagram