Frumkvöðlar sem vilja efla ungbarnamenningu

Nokkrir íslenskir frumkvöðlar vinna að tengslasetri fyrir börn yngri en fimm ára og foreldra þeirra. Frumkvöðlaverkefnið kallast Þorpið – tengslasetur og markmið þess er að skapa vettvang fyrir börn og foreldra til að tengjast í umhverfi sem er nærandi og skapandi og í samfélagi við aðrar fjölskyldur og náttúruna. Væntanleg þjónusta setursins er opið rými fyrir fjölskyldur, tímar í stundatöflu, þjónustu fagaðila og námskeið og fræðsla.

Fyrstu fimm árin leggja grunninn að heilaþroska og framtíðar velferð og heilsu. Því er til mikils að vinna með að styðja við foreldra svo þeir geti sem best veitt börnum sínum þann stuðning sem þau þarfnast fyrir góða byrjun í lífinu.

Fylgjast má með verkefninu á samfélagsmiðlum!

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *