UNLEASH India skráning til 19. júní
UNLEASH India 2022 er vinnustofa fyrir samfélagslega nýsköpun og verður haldin í Karnataka Indlandi 3.-11. desember. Þar munu þúsund unmenni frá öllum heimshornum (18-35 ára)
Samfélagsfrumkvöðlar taka höndum saman vegna innrásar Rússa í Úkraínu
Samfélagsfrumkvöðlar í Úkraínu hafa virkjað tengslanet sín og lagst á árarnar við að styðja við flóttafólk í heimalandinu. Anna Gulevska-Chernys er einn af stofnendum SILab
Vel sóttur hádegisfyrirlestur um félög til almannaheilla
Um 30 manns sóttu hádegisfyrirlestur með Áslaugu Björgvinsdóttur sem haldin var 3. mars síðastliðinn, í Odda og á Zoom. Fyrir þá sem ekki komust á
Vaxandi fær styrk frá Erasmus+ menntaáætluninni
Vaxandi og samstarfsaðilar í Grikklandi, Belgíu og Litháen fengu 253.060 Evra styrk frá Erasmus+ í verkefnið „Designing the future Welfare systems„, tveggja ára þróunarverkefni sem
Öllum til heilla samtal um samfélagslistir
Vekjum athygli á viðburðaröðinni „ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir“ sem Reykjavíkurkademían, Öryrkjabandalag Íslands, Listahátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Borgarleikhúsið, Reykjavíkurborg og List án landamæra,
Félög til almannaheilla, hádegisfundur fimmtudaginn 3. mars kl. 12
Hádegisfundur á vegum Vaxandi og Almannaheilla þar sem Áslaug Björgvinsdóttir fjallar um nýja almannaheilla félagsformið samkvæmt lögum nr. 110/2021 sem tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn.
Hjálpsemi og gjafmildi á tímum Covid
Vaxandi eða þau Steinunn Hrafnsdóttir og Ómar H. Kristmundsson tóku þátt í alþjóðlegri rannsókn sem ætlað er að varpa ljósi á áhrif Covid faraldursins á
Styrkir til fyrirtækja í þróunarsamvinnu
Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum? Fyrirtæki sem eru opinberlega skráð
UM OKKUR
Vaxandi er miðstöð um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands. Markmið Vaxandi er að efla þekkingu á starfi félagasamtaka á Íslandi og annarra sem starfa án hagnaðarvonar með sérstakri áherslu á samfélaga nýsköpun og félagslega frumkvöðla. Með samfélagslegri nýsköpun (e. social innovation) er hér átt við nýjar eða breyttar leiðir til að mæta þörfum samfélagsins með framlagi notenda, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila.
Á vef Vaxandi er að finna hagnýtt og fræðilegt efni um þriðja geirann og samfélagslega nýsköpun, yfirlit yfir viðburði og lista yfir íslensk félagasamtök en við munum bæta við listann jafnt og þétt. Við miðlum einnig því sem er á döfinni; viðburðum, nýsköpunarkeppnum og öðrum tækifærum.
Vaxandi og Almannaheill, samtök þriðja geirans vinna að samstarfsverkefnum um eflingu starfs félagasamtaka. Samstarfsverkefnin eru unnin með stuðningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins samkvæmt viljayfirlýsingu sem ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, formaður Almannaheilla og rektor Háskóla Íslands hafa skrifað undir.
RÁÐLEGGINGAR VEGNA COVID19
Teams:
-
Teams er hópvinnukerfi frá Microsoft. Í Teams er hægt að stofna samvinnuhópa og spjallþræði. Í samvinnuhópum má opna og vinna í sameiginlegum skjölum. Í Teams er einnig gott fjarfundakerfi.
-
Hér má sækja forritið.
Zoom:
-
Zoom er fjarfundarkerfi sem hentar vel til hópavinnu. Forritið býður meðal annars upp á að deila skjá notenda og skipta hóp niður í smærri einingar fyrir umræður. Zoom er ókeypis en takmarkað við 40 mínútna fjarfundi. Kaupa má leyfi fyrir með auknar heimildir.
-
Hér má sækja forritið.
-
Hér er gagnlegt myndband með öryggisráðstafanir á Zoom.
-
Hér eru kennslumyndbönd á ensku.
Google Meet:
-
Google Meet er aðgengilegt fjarfundarkerfi frá google.
-
Hér má stofna fund og hér má finna frekari upplýsingar og leiðbeiningar um notkun á Google Meet.
Upplýsingar af vef Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands.
Viltu finna efni um:
- Verkefni fyrir sjálfboðaliða
- Stuðning við sjálfboðaliða
- Sóttvarnir sjálfboðaliða
- Meðhöndlun upplýsinga og sjálfboðaliðar
Hér má finna leiðbeiningarriti frá Volinteeringwa ætlað sjálfboðaliðasamtökum á tímum COVID19.
Hér er gagnlegur tékklisti á vegum CVS Brent.
Á vefsíðu NCVO má einnig nálgast góðar leiðbeiningar um hvernig félagasamtök geta stutt við sjálfboðaliða á tímum COVID19.
Við deilum fyrirlestri á vegum NCVO um sjálfboðaliðastörf á farsóttartímum:
Hér á vefnum má finna meira hagnýtt efni um stuðning við sjálfboðaliða.
Við bendum á hagnýtt efni á vefnum um almannaheillasamtök og COVID.
ÁBENDINGAR
Ertu með hugmynd að verkefnum eða lausnum? Ertu með ábendingu um hvað má betur fara á vefnum? Ertu með fyrirspurn? Er annað sem þú vilt koma á framfæri? Við viljum eiga í samtali við félagasamtök, félagslega frumkvöðla og aðra notendur. Á þann hátt stuðlum við saman að eflingu þekkingar á starfi félagasamtaka og annarra sem starfa án hagnaðarvonar. Við hvetjum þig til þess að senda okkur ábendingu!