Viðbragð borgarasamfélagsins við COVID19

Öllum ætti nú að vera ljóst að borgarasamfélagið er og verðum um ókomna framtíð mikilvægur hlekkur í viðbrögðum við hamförum. Þetta segir í inngangi á nýrri skýrslu á vegum CIVICUS um borgarasamfélagið sem kallast „Samstaða á krísutímum.“

CIVICUS er alþjóðlegt bandalag borgarasamtaka. Markmið bandalagsins er að styrkja borgarasamfélagið um allan heim.

Í skýrslunni er farið yfir stöðu borgarasamfélagsins í ljósi heimsfaraldurs, viðbrögð borgarasamfélagsins út um allan heim við faraldrinum og hugmyndir að næstu skrefum.

Í skýrslunni kemur fram að borgarasamfélagið:

  • Veiti nauðsynlega þjónustu á tímum COVID19 til dæmis matargjafir og neyðarhjálp.
  • Sé mikilvægur hlekkur í miðlun upplýsinga t.d. í gegnum netið og í gegnum list.
  • Sé vörður mannréttindi á hamfaratímum
  • Og svo margt fleira!

Við mælum með að lesa skýrsluna og kynnast fjölbreyttum verkefnum borgarasamfélagsins um allan heim.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *