„Hins vegar höfum við stækkað á ógnarhraða og hver mánuður er stærri en sá á undan. Það sem er sérstakt við okkar rekstrarform er það að samtökin eru alfarið rekin af almennu styrktarfé. Allt starfsfólk leggur sig mikið fram og vinna hér allir af hugsjón og fagmennsku.“
Þetta segir Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Píeta samtakanna. Samtökin veita gjaldfrjálsa þjónustu gegn sjálfsvígum og sjálfskaða, bæði fræðslu- og forvarnarþjónustu. Samtökin veittu 416 viðtöl í október mánuði en í sama mánuði í fyrra voru viðtölin 186. Hér má lesa umfjöllun á vef Fréttablaðsins.
Hér má horfa á viðtal við Kristínu frá því í sumar þar sem hún fjallar um aukna eftirspurn eftir þjónustu samtakanna í kjölfar COVID. Við bendum á vefsíða Píeta samtakanna.