Matarúthlutarnir og félagslegur stuðningur hjálparsamtaka á Norðurlöndunum

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út viðauka við skýrsluna Úttekt á fyrirkomulagi úthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka – Hvaða hópar leita aðstoðar? sem unnin var fyrir félagsmálaráðuneytið og Velferðarvaktina í vetur. Viðaukinn ber nafnið Aðstoð hjálparsamtaka á Norðurlöndunum en markmiðið var að skoða í hverju aðstoð hjálparsamtaka á Norðurlöndunum fælist. Í ljós kom að hjálparsamtök á Norðurlöndunum veita fólki fjölbreytta aðstoð; mörg þeirra vinna að því að draga úr félagslegri einangrun, valdefla fólk og veita félagslega-, lögfræði- og fjármálaráðgjöf. Í Noregi og Finnlandi er hefð fyrir matarúthlutunum í poka á meðan áherslan í Svíþjóð er á að bjóða upp á máltíðir. Í Danmörku er hefð fyrir aðstoð í formi inneignarkorta eða fjárstuðnings.

Í viðaukanum eru töflur sem sýna starfsemi helstu hjálparsamtaka á Norðurlöndunum. Meðfylgjandi er yfirlit yfir helstu hjálparsamtök á Íslandi og starfsemi þeirra.

Höfundar skýrslunnar og viðaukans eru Ásdís Aðalbjörg Arnalds, verkefnisstjóri, Guðný Gústafsdóttir, verkefnisstjóri og Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor í félagsráðgjöf og stofnandi Vaxandi.

Deila efni:

Share on facebook
Share on twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *