Rafrænir fyrirlestrar á vegum The Third Sector UK

Í næstunni eru á dagskrá áhugaverðir viðburðir á vegum The Third Sector UK. Á fyrri viðburðinum, Webinar: Doing more with less – how charities can rethink, reprioritise and recover, post-COVID er umræðuefnið uppbygging góðgerðasamtaka eftir COVID-19. Á seinni viðburðinum, Third Sector Briefing: Essential Volunteer Management, munu koma saman sérfræðingar í mannauðsmálum og sjálfboðaliðastarfi til að […]

Lokadagur Snjallræðis – Nýsköpunarvikan 2021

Nýsköpunarvikuna 2021 fer fram í lok maí mánaðar. Meðal dagskrárliða eru viðburðir á sviði samfélagslegrar nýsköpunar, kynningar á lausnamótum og hagnýtir fyrirlestrar um nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Lokadagur Snjallræðis fer fram í Nýsköpunarvikunni. Þar munu átta verkefni á sviði samfélagsamfélagslegrar nýsköpunar kynna sín verkefni. Fylgist með! Enn er opið er fyrir skráningu viðburða á Nýsköpunarvikuna. Frekari […]

Tíundi hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi – Samningar í 3ja geiranum – skipulögð framtíð

Á tíunda hádegisfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands verður umfjöllunarefnið; Samningar í þriðja geiranum – skipulögð framtíð. Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags, mun fjalla um gerð þjónustusamninga hjá almannaheillasamtökum. Þóra hefur víðtæka reynslu í þriðja geiranum en starfsemi þriðja geirans er án hagnaðarvonar. Hún hefur einnig samanburð […]

Samfélagsleg verkefni sem vekja athygli: Hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi

Á næsta hádegisfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands fáum við góða gesti frá almannaheillasamtökunum Ungum umhverfissinnum, Góðvild og Geðhjálp. Samtökin hafa undanfarið vakið athygli á mikilvægum samfélagslegum málefnum með nýskapandi aðferðum. Dagskrá: 1. Egill Ö. Hermannsson, gjaldkeri Ungra umhverfissinna Ungir umhverfissinnar hafa nýlokið herferð Loftslagsverkfallsins #AÐGERÐIRSTRAX sem var til […]

Rafræn opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB

Kynnið ykkur ný og spennandi tækifæri á rafrænni opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB þann 15. apríl nk. RANNÍS, Erasmus+ Evrópa unga fólksins og Erasmus+ Menntaáætlun ESB standa að hátíðinni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Adrienn Kiraly skrifstofustjóri framkvæmdastjóra rannsókna, nýsköpunar, menntunar, menningar og æskulýðsmála hjá ESB munu flytja ávörp. Farið verður yfir helstu styrkjamöguleika: Erasmus+ á sviði menntunar […]

Samtal ungmennaráða

Samtal ungmennaráða er rafrænn viðburður á vegum Ungmennaráðs UMFÍ sem fer fram fimmtudaginn 8. apríl nk. milli 19:30-21:30. Samtal ungmennaráða er óformlegur vettvangur fyrir fulltrúa ungmennaráða til að spjalla saman, deila hugmyndum og reynslu. Dæmi um umræðuefni fundarins (tekið af vef UMFÍ): „Hverju vilt þú áorka sem fulltrúi í ungmennaráði? Hvað eru margir í ungmennaráðinu? […]

Markaðssetning félagasamtaka: Hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi

Á rafrænum hádegisfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands verður umfjöllunarefnið markaðssetning félagasamtaka. Gestur fundarins er Laila Sæunn Pétursdóttir sem hefur umsjón með markaðsmálum Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda. Hún fjallar um undirbúning og framkvæmd markaðsherferða og kynnir markaðsherferðir sem hún hefur […]

Opið námskeið um styrkumsóknagerð: Horizon Europe

Framkvæmdastjórn ESB býður upp á rafrænt námskeið um styrkumsóknagerð í Horizon Europe, Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027. Námskeiðið sem er opið öllum fer fram á morgun, 24. mars, frá kl. 9:00-15:15. Hér er dagskrá námskeiðsins. Skráning er nauðsynleg. Hér eru frekari upplýsingar um Horizon Europe, rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB.

Lokadagur skráningar í alþjóðlegt hakkaþon fyrir ungt fólk á Norður-Atlantshafsvæðinu

Markmiðið með hakkaþoninu er að hvetja ungt fólk á aldrinum 18-35 ára til að finna lausnir á eftirfarandi áskorunum; stafrænu heilbrigði í strjálbýli og enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir heimsfaraldurinn. Hakkaþonið er ætlað þátttakendum á Norður-Atlantshafsvæðinu; Færeyjum, Íslandi, Grænlandi, Noregi, Skotlandi, Maine-fylki í Bandaríkjunum og Ontario í Kanada. Alþjóðlega hakkaþonið ‘Think Rural, Think Digital, Think Ahead!’ verður […]

Samspil samfélagsmiðla og fjáröflunar félagasamtaka

Hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi Með tækniframförum og tilkomu samfélagsmiðla hefur markaðssetning og fjáröflun félagasamtaka tekið miklum breytingum. Á rafrænum hádegisfundi Vaxandi og Almannaheilla 18.mars nk. mun Andri Árnason hjá Takk fjalla um notkun samfélagsmiðla við fjáraflanir félagasamtaka. Takk er markaðsfyrirtæki sem vinnur við að tengja einstaklinga við góð málefni. Frekari upplýsingar hér.

Hvað er samfélagsleg nýsköpun? Hvað eru samfélagslistir?

Á málþingi Almannaheilla og Vaxandi sem fór fram í hádeginu í dag kynnti Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor í félagsráðgjöf og einn stofnandi Vaxandi hugtakið samfélagsleg nýsköpun á vettvangi félagasamtaka. Í kjölfarið sagði Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Stílvopnsins frá áhugaverðum samfélagslegum nýsköpunarverkefnum á sviði samfélagslista. Í gegnum samfélagslistum t.d. leikhús eru jaðarsettir einstaklingar valdefldir. Hér má lesa um […]

Greinir lýðræðisþróun á Íslandi með áherslu á þátttöku almennings í starfi félaga og félagshreyfinga

Háskóli Íslands

Við bendum á doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands sem fer fram 12. apríl 2021 nk. Hrafnkell Lárusson ver doktorsritgerð sína Lýðræði í mótun. Félagastarf, fjölmiðlun og þátttaka almennings 1874-1915. Í rannsókn Hrafnkels greinir hann lýðræðisþróun á Íslandi á tímabilinu 1874–1915 og hvort og þá hvaða áhrif almenningur hafði á þá þróun. Sérstaklega er […]

Málþing Almannaheilla og Vaxandi: Hvað er samfélagsleg nýsköpun?

Á rafrænu málþingi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands, 11. mars nk. verður umfjöllunarefnið samfélagsleg nýsköpun. Með samfélagslegri nýsköpun er átt við nýjar eða breyttar leiðir til að mæta þörfum samfélagsins með framlagi notenda, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila.Hver eru dæmi um samfélagslega nýsköpun? Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor í félagsráðgjöf […]

Nýsköpunarkeppni: Hacking Norðurland

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Hacking Norðurland sem er nýsköpunarkeppni eða lausnamót sem fer fram 15.-18. apríl 2021. Þátttaka er ekki háð staðsetningu þar sem mótið fer að mestu fram rafrænt í gegnum Hugmyndaþorpið. Þema mótsins er sjálfbær nýting auðlinda á Norðurlandi: Matur – vatn – orka. „Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og […]

Dagur frjálsra félagasamtaka

Í dag er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka! Myllumerki dagsins er #worldngoday Í tilefni af degi frjálsra félagasamtaka heldur Evrópuráðið (e. Council of Europe) málþing um áskoranir frjálsra félagasamtaka á átakatímum og í kjölfar átaka (e. Challenges Facing NGOs in Conflict and Post-Conflict Situations). Hér má horfa á upptöku af málþinginu.

Viðburðir í febrúar: Frumkvöðlaumhverfið

Kynningar og ráð um frumkvöðlaumhverfið á Íslandi: Tækniþróunarsjóður stendur fyrir rafrænni kynningu á Tækniþróunarsjóði og skattfrádrætti rannsóknar- og þróunarverkefna í dag klukkan 13:00. Á morgun fer fram rafrænn fundur Fjártækniklasans um nýsköpunarstyrki á Íslandi og í Evrópu. Fundurinn er á dagskrá klukkan 15:00. Að rata í frumkvöðlaumhverfinu er mánaðarlegur fundur um stuðningsumhverfi nýsköpunar og frumkvöðla […]

Viðburðaröð IAVE: Sjálfboðaliðastarf í þágu samfélagsbreytinga

Nú fer fram viðburðaröð um sjálfboðaliðastarf í þágu samfélagsbreytinga með áherslu á uppbyggingu í kjölfar COVID19. Viðburðaröðin er á vegum IAVE (International Associaltion for Volunteer Effort). Um er að ræða fjóra viðburði, einn í hverjum mánuði frá febrúar til maí. Hvernig hefur sjálfboðaliðageirinn brugðist við heimsfaraldrinum? Hvað er hlutverk sjálfboðaliðageirans í uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldursins? […]

Vel sótt málþing um breytingar á skattalegu umhverfi almannaheillasamtaka

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra á málþingi Vaxandi og Almannaheilla tileinkuðu skattabreytingunum

Vaxandi og Almannaheill þakka Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra kærlega fyrir að ávarpa málþingið sem fór fram í hádeginu í gær sem og þátttöku hans í góðum umræðum sem sköpuðust í kjölfarið. Umfjöllunarefni málþingsins var frumvarp um breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla). Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla […]

Skattalegt umhverfi þriðja geirans eflt: Málþing Almannaheilla og Vaxandi

Nú er til umræðu frumvarp til laga sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi þeirra lögaðila sem starfa til almannaheilla og falla undir svonefndan þriðja geira. Á rafrænu málþingi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun hjá […]

Kærar þakkir fyrir þátttöku á hádegisfundi Almannaheilla og Vaxandi um hópfjármögnun

Í gær, 2. febrúar, fór fram hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi sem fjallaði um hópfjármögnun. Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund fjallaði um fjármögnunarleiðina og hugmyndafræðina bak við hana en þar eru tengsl þátttakenda við verkefni og upplifun þeirra í lykilhlutverki. Hann sagði einnig frá dæmum um vel heppnuð verkefni sem hafa verið fjármögnuð með hópfjármögnun […]

Hádegisfundur: Hópfjármögnun samfélagslegra verkefna

Hádegisfundur á vegum Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun. Hópfjármögnun, þar sem margir leggja verkefni lið, er sífellt algengari leið til að fjármagna samfélagsleg frumkvöðlaverkefni. Ingi Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Karolina Fund heldur erindi um fjármögnunarleiðina og segir frá nýjum verkefnum sem hafa verið fjármögnuð með aðferðinni. Karolina Fund er íslenskt fyrirtæki […]

Nýr grænn hraðall

Hringiða er nýr grænn hraðall sem ætlað er að styðja við nýja tækni og aðferðir í umhverfismálum. Þátttakendur í hraðlinum eru teymi með hugmyndir sem byggja á hringrásarhagkerfinu. Þau þróa hugmyndir sínar og undirbúa fjármögnun verkefna. Þau fá aðgang að sérfræðingum, reyndum frumkvöðlum og fjárfestum. Hraðallinn hefst í mars 2021. Kynningarfundur fer fram föstudaginn 29. janúar kl. […]

Viðburðir um sjálfbærni og leiðtogahæfni í janúar

Viltu hafa áhrif á loftslagsmálin? Rafrænn fundur um loftslagsmálin á vegum Landverndar umhverfisverndarsamtaka 12. janúar nk. Öflugur Leiðtogaskóli Íslands hefst 16. janúar nk. Skólinn sem er ætlaður ungu fólki á aldrinum 16-35 ára er á vegum Landssambands ungmennafélaga og rekin í þágu aðildarfélaga sambandsins. Fundurinn Leiðtoginn og sjálfbærni í síbreytilegum heimi fer fram 19. janúar […]

YTILI þátttökunámskeið fyrir frumkvöðla

Opið er fyrir umsóknir í þátttökunámskeiðið The Young Transatlantic Innovation Leaders Initiative (YTILI) Fellowship Program á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins ætlað ungum evrópskum frumkvöðlum sem vinna verkefni á sviði viðskipta eða samfélagslegra málefna. Frumkvöðlarnir hljóta fræðslu í námskeiðsformi (Mini MBA) og fá 5 vikna starfsþjálfun á sínu sviði sem fer fram í Bandaríkjunum. Frekari upplýsingar á […]

Kynningarfundur Snjallræðis

Snjallræði

Við vekjum athygli á kynningarfundi samfélagshraðalsins Snjallræðis Ert þú frumkvöðull sem vilt leiða samfélagslegar breytingar? Fundurinn verður haldin í hádeginu 7. janúar. Frekari upplýsingar hér. „Markmiðið með Snjallræði er að vera suðupottur og uppspretta lausna við áskorunum samtímans, en þetta er í þriðja sinn sem samfélagshraðallinn fer í gang. Kynningarfundur verður 7. janúar en allt að […]

Blái herinn og COVID19

Síðasta örviðburðurinn í verkefninu Félagasamtök í heimsfaraldri hefur verið birtur. Tómas J. Knútsson stofnandi bláa hersins segir frá því hvernig hann snéri vörn í sókn í kjölfar COVID19.  „COVID kenndi mér að fara í sóknarhug og leita lausna á þessu verkefni sem þarf að leysa í fjörum landsins, við erum búin að finna verstu fjörunnar, verstu […]

Félagasamtök í heimsfaraldri: Þroskahjálp

Þroskahjálp

Við þökkum Landsamtökum Þroskahjálpar kærlega fyrir þátttöku í verkefninu Félagasamtök í heimsfaraldri og að leyfa okkur að skyggnast inn í hið mikilvæga starf sem unnið er á þeirra vegum. Fleiri frásagnir frá félagasamtökum hér.

Taktu þátt í samfélagshraðlinum Snjallræði

Snjallræði

Opið er fyrir umsóknir í Snjallræði fyrir árið 2021. Snjallræði er fyrsti íslenski samfélagshraðallinn. Átta hugmyndir, verkefni eða fyrirtæki á sviði samfélagslegrar nýsköpunar verða valin til þátttöku í hraðlinum. Þau fá leiðsögn og þjálfun í átta vikna dagskrá sem unnin er í samstarfi við sérfræðinga frá MIT designX, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. […]

Málþing: Að breyta áskorunum í tækifæri með skapandi hugsun

Málþing 10. desember

Fimmtudaginn nk. er málþing á vegum Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun. Málþingið fer fram í streymi á Zoom. Hér má finna hlekk á streymið. Dr. Nick Spencer, hönnuður og dósent í nýsköpunarfræðum við Northumbria University í Bretlandi, heldur erindi um hvernig breyta megi áskorunum í tækifæri með hönnunarhugsun (e. design thinking). Dr. […]

Vel heppnað málþing Vaxandi og Almannaheilla um skapandi hugsun sem aðferð við samfélagslega nýsköpun

Glæra úr fyrirlestri Guðrúnar Lilju Gunnlaugsdóttur, deildarstjóra miðlunar og nýsköpunar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur sem lýsir stefnumótunarferlinu. Í gær fór fram málþing Almannaheilla og Vaxandi um skapandi hugsun við samfélagslega nýsköpun. Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður og deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur hélt fróðlegt og skemmtilegt erindi um hvernig bókasafnið hefur nýtt sér hönnunarhugsun við […]

Skapandi hugsun sem aðferð við samfélagslega nýsköpun: Málstofa á vegum Vaxandi og Almannaheilla

Við kynnum málstofu á vegum Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun og Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Hönnunarhugsun hefur að undanförnu notið vinsælda sem aðferð við nýsköpun og stefnumótun. Aðferðin er ólínuleg, byggir á notendamiðaðri nálgun og sótt í verkfærakistu hönnunar. Við spyrjum, má nýta aðferðina í meira mæli í þriðja geiranum? Dagskrá:  1. Opnun málþings 2. […]

Félagasamtök í heimsfaraldri: ADHD

Hrannar hjá ADHD samtökunum segir okkur frá starfi samtakanna og viðbrögðum við heimsfaraldrinum í fróðlegri upptöku! Við þökkum ADHD samtökunum kærlega fyrir þátttökuna í verkefninu félagasamtök í heimsfaraldri.  „Niðurstaða okkar eftir þetta er að við ætlum að gera okkar starf rafrænna og gera þjónustuna við okkar fólk þannig að fólk geti sótt hana hvaðan sem er af […]

Örviðburðir um félagasamtök í heimsfaraldri: Hugarafl

Hugaraflsfólk segir okkur frá starfi samtakanna og viðbrögðum við heimsfaraldrinum í fróðlegu og skemmtilegu myndbandi! Við þökkum Hugarafli kærlega fyrir þátttöku í verkefninu „Örviðburðir: Félagasamtök í heimsfaraldri.“

Örviðburðir um félagasamtök í heimsfaraldri: Foreldrahús – Vímulausrar æsku

Fyrsti örviðburður verkefnisins Félagasamtök í heimsfaraldri hefur verið birtur á vef Vaxandi. Berglind Gunnarsdóttir Strandberg, framkvæmdastjóri Foreldrahúss Vímulausrar æsku segir okkur frá stöðu og viðbrögðum samtakanna við heimsfaraldrinum. Við munum á næstu dögum skyggnumst inn í starf fleiri félagasamtaka og fáum fulltrúar félagasamtaka til að segja okkur frá áhrifum COVID19 á starf og þjónustuþega samtakanna. […]

Viðburðir og nýsköpunarkeppnir á næstunni

Empowering Youth: Green Together! 21. nóvember: Upphafsdagur rafræns gagnaþons fyrir umhverfið ætlað ungum frumkvöðlum. – Social Economy Scientific Conference 24. – 25. nóvember 2020: Rafrænn viðburður um framtíð félagshagkerfisins í Evrópu. Mikilvægi félagshagkerfisins hefur sýnt sig á tímum COVID19. Hvernig getur félagshagkerfið komið að uppbyggingu og breytingum í kjölfar heimsfaraldursins? #SES2020 – Making it Matter – the […]

Viðburðir og tækifæri fyrir félagslega frumkvöðla í nóvember

Málfundur um loftslagsvænar framfarir 10. nóvember: Málfundur um loftslagsvænar framfarir í kjölfar COVID-19 á vegum Loftslagsráðs og sendiráðs Bretlands á Íslandi. „Tilgangur fundarins er að hvetja til samstöðu og ábyrgðar stjórnmálamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra þegar kemur að loftslagsmálum.“ – Social Innovation Summit 10. – 11. nóvember: Social Innovation Summit 2020 er spennnandi ráðstefna […]