Verkfærakista sjálfboðaliða og sjálfboðaliðasamtaka
Á vef Miðstöðvar sjálfboðaliða í Evrópu (European Volunteer Center) má finna hagnýtt efni um ýmis málefni sem varða sjálfboðaliðasamtök. Þar á meðal efni um: Sjálfboðaliða á viðburðum. Efnið er ætlað sjálfboðaliðum, sjálboðaliðasamtökum og yfirvöldum. Fjarsjálfboðaliða. Hvað þarf að hafa í huga þegar sjálfboðaliðar gefa fjarvinnu? Viltu gerast sjálfboðaliði? Verkfærakista sjálfboðaliða. Hagnýtt efni fyrir þá sem […]
Þjónustusamningar í þriðja geiranum – handbók og fyrirlestur um samningagerð
Algengt er að félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem sem starfa í almannaþágu geri þjónustusamninga við stjórnvöld. Á vef stjórnarráðsins er gagnleg handbók um gerð þjónustusamninga þar sem farið er ferlið frá undirbúningi samnings þar til samningstíminn rennur út. Reykjavíkurborg hefur einnig gefið út leiðbeiningar í formi Styrkjahandbókar þar sem farið er yfir afgreiðslu, eftirfylgni og meðferð […]
Netnámskeið í umsóknarskrifum fyrir Horizon Europe
Þann 27. maí er heldur Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. á Írlandi netnámskeið um styrkumsóknagerð fyrir Horizon Europe, Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027. Hér eru frekari upplýsingar um Horizon Europe, rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. Námskeiðsgjald er 16.000 kr. Frekari upplýsingar má finna á vef Rannís. Skráning fer fram hér.
Norrænt samstarfsnet borgaralegra samtaka
Íslensk almannaheillasamtök stendur til boða að sækja um þátttöku í norrænu samstarfsneti borgaralegra samtaka á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Alls verða 40 samtök valin til þátttöku. Markmið samstarfsnetsins er að efla samstarf þvert á fagsvið og þvert á Norðurlöndin. Samstarfsnetið er hluti af nýrri framtíðarsýn um norrænt samstarf fram til ársins 2030. Framtíðarsýn Noðurlandanna er græn, […]
Rafræn opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB
Kynnið ykkur ný og spennandi tækifæri á rafrænni opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB þann 15. apríl nk. RANNÍS, Erasmus+ Evrópa unga fólksins og Erasmus+ Menntaáætlun ESB standa að hátíðinni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Adrienn Kiraly skrifstofustjóri framkvæmdastjóra rannsókna, nýsköpunar, menntunar, menningar og æskulýðsmála hjá ESB munu flytja ávörp. Farið verður yfir helstu styrkjamöguleika: Erasmus+ á sviði menntunar […]
Skýrsla um alþjóðlegt sjálfboðaliðastarf og COVID19
International Forum for Volunteering in Development (Forum) gáfu nýverið út skýrslu um alþjóðlegt sjálfboðaliðastarf og COVID19. Í skýrslunni er leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvaða áhrif hefur COVID19 haft á alþjóðlega sjálfboðaliða? Hvaða áhrif hefur samdráttur alþjóðlegra sjálboðaliða haft á sjálfboðaliðasamtök ? Hvaða nýskapandi leiðir hafa verið farnar? Hvernig munu alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök fóta sig […]
Fræðsluefni um stjórnun almannaheillasamtaka
Við deilum nokkrum fyrirlestrum úr safni NCVO nú þegar aðlaga þarf starfsemi að breyttum sóttvarnaraðgerðum. Að byggja upp tengsl við önnur almannaheillafélög (e. Successful collaboration with other charities) Hvernig lítur samvinna almannaheillafélaga út? Hvað einkennir góð tengsl og samvinnu almannaheillafélaga? Ákvörðunartaka (e. Making decisions in tough times) Hvaða áskoranir standa sjálfboðaliðasamtök frammi fyrir? Hvernig má […]
Nýtt evrópskt hlaðvarp um sjálfboðaliðastarf
Við vekjum athygli á nýju hlaðvarpi um sjálfboðavinnu á vegum Miðstöðvar um sjálfboðavinnu í Evrópu (e. Center for Europen Volunteering). Fyrsti hlaðvarpsþátturinn fjallar um spurninguna: Af hverju ættum við að fjalla um sjálfboðaliðastarf? Hér má lesa um fleiri spennandi hlaðvörp um sjálfboðaliðastarf. Veist þú um áhugavert hlaðvarp um sjálfboðaliðastarf?
Stuðningstyrkir til ungmennafélaga vegna COVID-19
Opið er fyrir umsóknir um styrki á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til ungmennafélaga. Styrkirnir eru ætlaðir félögum þar sem starf hefur raskast vegna sóttvarnaaðgerða. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að sýna fram á tekjutap. Frekari upplýsingar um umsóknarferlið er hér. Einnig er opið fyrir umsóknir um styrki í Æskulýðssjóð en sérstök áhersla er á verkefni sem […]
Opið fyrir umsóknir um styrki í Æskulýðssjóð: Áhersla á nýsköpun í æskulýðsstarfsemi
Opið er fyrir umsóknir um styrki í Æskulýðssjóð. Markmið sjóðsins er að auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða upp á fjölbreytta starfsemi. „Sérstök áhersla verður að þessu sinni að styrkja verkefni sem stuðla að nýsköpun í æskulýðsstarfsemi. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku […]
Skinnfaxi, málgagn UMFÍ
Vaxandi mælir með nýjasta tölublaði Skinnfaxa, málgagni UMFÍ. Í blaðinu má meðal annars finna: Greinina Félagasamtök framtíðarinnar um aðferðir við stjórnun félagasamtaka þar sem sveigjanleiki og teymisvinna eru í fyrirrúmi. Svör Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra við spurningum UMFÍ um breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Breytingarnar hafa það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi […]
Vel heppnuð nýsköpunarverkefni
Í nýsköpunarferlinu er gagnlegt að lesa um verkefni sem hafa náð góðri útbreiðslu. Á vef Social Innovation Academy má lesa um samfélagsleg nýsköpunarverkefni sem hafa náð góðri útbreiðslu. Meðal verkefna má nefna #GivingTuesday en hugmyndin er að hvetja fólk til að gefa af sér. Hugmyndin sem er orðin árlegur viðburður víða um heim spratt upp í […]
Opið fyrir umsóknir um styrki hjá Hönnunarsjóði
Opið er fyrir umsóknir um styrki hjá Hönnunarsjóði. Hönnunarsjóður veitir styrki til verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar nk. Í síðustu úthlutun sjóðsins hlutu 49 fjölbreytt verkefni styrk. Meðal verkefna voru verkefni með samfélagsleg markmið og grænar áherslur. Veittir eru þróunar- og rannsóknarstyrkir, verkefnastyrkir, markaðs- og kynningarstyrkir og ferðastyrkir. Frekari […]
Umsóknarfrestur 6. janúar: Styrkir til félagasamtaka og verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála
Við minnum á að umsóknarfrestur vegna styrkja umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til verkefna og félagasamtaka á sviði umhverfis- og auðlindamála er 6. janúar nk. Við úthlutun er lögð sérstök áhersla á samstarfsverkefni félagasamtaka, almennings og/eða annarra sem snúa að hringrásarhagkerfinu og loftslagsmálum. Á vef stjórnarráðsins eru frekari upplýsingar.
Hvað er samfélagsleg nýsköpun?
Social Innovation Academy býður upp á rafrænt námskeið um samfélagslega nýsköpun. Þar má læra um nýsköpunarferlið og félagslega frumkvöðla, lesa viðtöl við frumkvöðla og dæmi um vel heppnaða nýsköpun. Fyrsti hluti námskeiðsins leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvað er samfélagsleg nýsköpun? Hvað er samfélagsleg nýsköpun ekki? Á hvaða hátt er samfélagsleg nýsköpun ólík annarri […]
Bækur ársins samkvæmt Stanford Social Innovation Review
Stanford Social Innovation Review hefur birt lista yfir bækur ársins á sviði þriðja geirans. Á listanum eru bækur á borð við How Technology Shapes Social Movements eftir Ray Brescia sem fjallar um áhrif upplýsingatækni- og samfélagsmiðlavæðingu síðustu ára á samfélagshreyfingar. Aðrar bækur: Civic Gifts: Voluntarism and the Making of the American Nation-State eftir Elisabeth S. […]
Myndbönd: Innblástur fyrir samfélagslega nýsköpun
Með samfélagslegri nýsköpun er hér átt við nýjar eða breyttar leiðir til að mæta þörfum samfélagsins með framlagi notenda, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila.
Viltu lesa um samfélagslega nýsköpun í jólafríinu?
Vantar þig jólabók? Viltu lesa um samfélagslega nýsköpun? Social Innovation: How Societies Find the Power to Change eftir Geoff Mulgan kom út árið 2019. Mulgan fer yfir samfélagslega nýsköpun í sögulegu samhengi, framfarir á síðustu áratugum og hvernig nýta megi samfélagslega nýsköpun við að leysa vandamál samtímans. Fleiri bækur um samfélagslega nýsköpun má finna undir […]
Hlaðvörp um sjálfboðaliðastarf
Nokkur áhugaverð hlaðvörp um sjálfboðaliðastörf. Veist þú um áhugavert hlaðvarp um sjálfboðaliðastarf? Hefur sjálfboðaliðastarf verið umfjöllunarefni í íslensku hlaðvarpi? Happiness For Cynics Sjálfboðaliðastarf er umfjöllunarefni hlaðvarpsþáttar í ástralska hamingjuhlaðvarpinu Happiness For Cynics. Hver er ávinningur sjálfboðaliðastarfs fyrir sjálfboðaliðann? NCVO Áhugavert hlaðvarp á vegum NCVO. Hverjir eru sjálfboðaliðar? Mætti gera sjálfboðaliðastarf sveigjanlegra? Orielcast Viðtal við sjálfboðaliða […]
Ertu að stofna eða reka ungmennafélag?
Á vef Landssambands ungmennafélaga (LUF) má finna verkfærakistu ungmennafélaga. Verkfærakistan er stútfull af efni og leiðbeiningum um ýmis málefni sem varða ungmennafélög og félagasamtök yfirleitt. Fjármögnun og styrkumsóknir Verkefnisstjórnun Stofnun félagasamtaka Rekstur og áætlanagerð o.s.frv. „Verkfærakistan er unnin með þarfir aðildarfélaga LUF í huga. Markmið hennar er að valdefla ungmennafélög, styðja við innra starf þeirra og safna […]
27 dæmi um samfélagslega nýsköpun í nýrri skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Í nýrri skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru 27 dæmi um samfélagslega nýsköpun, eitt dæmi frá hverju sambandsríki. Verkefnin eru ýmist á vegum félagasamtaka, frumkvöðla, stofnana eða fyrirtækja. Markmiðið með skýrslunni er að vekja athygli á fjölbreyttri og vel heppnaðri samfélagslegri nýsköpun í Evrópu og þeim góðu áhrifum sem hún hefur á Evrópubúa og samfélagið í heild. […]
Greinar um skapandi hugsun og samfélagslega nýsköpun
Stanford Social Innovation Review hefur birt fjölda greina um skapandi hugsun sem aðferð við samfélagslega nýsköpun. Aðferðin er ólínuleg, skapandi og byggir á notendamiðaðri nálgun. Hér er yfirlit yfir helstu greinar. Þar má meðal annars finna greinina Design Thinking for Social Innovation sem segir frá aðferðinni og sögu hennar. Einnig má finna greinina The Next […]
Skýrsla um félagslega frumkvöðla og COVID19
Við deilum skýrslu á vegum COVID Response Alliance for Social Entrepreneurs sem er verkefni hjá World Economic Forum. Skýrslan er um mikilvægi félagslegra frumkvöðla í tímum heimsfaraldurs. Fjallað er um stöðuna, af hverju og á hvaða hátt félagslegir frumkvöðlar standa sína plikt. „Faraldurinn opnar fágætan glugga tækifæranna til þess að spegla, endurmeta og endurstilla heiminn […]
Greinar um tengsl andlegrar líðan frumkvöðla og samfélagslegrar nýsköpunar
Fyrir áhugasama bendum við á greinasafn um tengsl andlegrar líðan félagslegra frumkvöðla og nýsköpunar. Efnið er ætlað bæði stjórnendum og frumkvöðlum innan þriðja geirans. Greinasafnið er á vegum The Wellbeing, Innovation, and Social Change in Education (WISE) sem er net háskóla og stofnanna, India Development Review, The Skoll Foundation, and Schwab Foundation.
WhySE? Hlaðvarp og framhaldsnám
Við mælum með „WhySE? Podcast“ sem er hlaðvarp á vegum framhaldsnema á sviði félagslegrar frumkvöðlastarfsemi í Háskólanum í Hróarskeldu. Síðasta þáttur fjallar um hvernig félagslegir frumkvöðlar hafa brugðist við heimsfaraldrinum. Rétt er að nefna að opið er fyrir umsóknir í framhaldsnámið í félagslegri frumkvöðlastarfsemi við Háskólann í Hróarskeldu sem hefst í janúar á næsta ári. […]
Stuðninugur við sjálfboðaliða á tímum farsóttar
Við deilum leiðbeiningarriti frá Volinteeringwa um stuðning við sjálfboðaliða á farsóttartímum. Meira efni ætlað sjálfboðaliðasamtökum má finna undir „Ráðleggingar vegna COVID“ á forsíðu vefsins.
Ákvarðanataka og seigla á tímum COVID19
Bresku samtökin NCVO hafa gefið út mikið magn fræðsluefnis ætlað almannaheillaamtökum á krefjandi tímum COVID19. Við deilum nokkrum fyrirlestrum úr þeirra safni í þeirri von að þeir nýtist íslenskum almannaheillasamtökum við að aðlaga starfsemi sína að breyttum sóttvarnaraðgerðum. ……………. Ákvarðanataka á krefjandi tímum (e. Making decisions in tough times) Fyrirlestur um aðferðir við ákvarðanatöku á krefjandi tímum. […]
Verkfærakistan: Nýskapandi samfélagslegar lausnir
Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða standa frjáls félagasamtök frammi fyrir því að aðlaga starfsemi sína enn á ný. Við deilum því nokkrum leiðbeiningarritum um aðferðafræði við samfélagslega nýsköpun. Social Innovation Academy Social Innovation Academy er rafrænt „námskeið“ um samfélagslega nýsköpun. Á vef verkefnisins má finna upplýsingar um nýsköpunarferlið og félagslega frumkvöðla, viðtöl við frumkvöðla, dæmi um vel […]