Lokaráðstefna WELFARE
Hátíðarsalur Háskóla Íslands 30. janúar kl. 13-16 Lars Hulgård er aðalfyrirlesari á lokaráðstefnu WELFARE – Designing the future welfare systems verkefnisins sem hefur það markmið byggja upp færni í samfélagslegu nýsköpunarstarfi meðal fagfólks, þriðja geirans og háskólanema. Lokaráðstefna verkefnisins er á ensku en þar mun fjölbreyttur hópur fyrirlesara kynna menntun, stuðningsumhverfi og nýsköpunarverkefni tengd […]
Áhrif Covid á gjafmildi og hjálpsemi
Víða hefur verið fjallað um niðurstöður „Global Generosity in Times of Crisis“ alþjóðlegrar ransóknar sem Steinunn Hrafnsdóttir og Ómar H. Kristmundsson hjá VAXANDI tóku þátt í að vinna og rannsakaði áhrif Covid faraldursins á gjafmildi og hjálpsemi. Sjá umjöllun Irinu V. Mersiyanova í NACC (Nonprofit Academic Centers Council) og grein eftir Rasheeda Childress og Emily […]
Fjármögnun frumkvöðlafyrirtækja
Á hádegisfundi Viðskiptafræðideildar þann 28. mars, kl. 12-13, munu þau Stefán Þór Björnsson fjármálastjóri og einn af stofnendum Solid Clouds og Svana Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Frumtak Ventures og fjárfestir fara yfir fjármögnun frumkvöðlafyrirtækja út frá sjónarhorni frumkvöðuls og fjárfestis. Fundurinn er opinn öllum og fer fram á Háskólatorgi í stofu HT-101.
Lýðræði og hlutverk samfélagslegrar nýsköpunar
Þann 14.-16. mars næstkomandi stendur Stanford Social Innovation Review fyrir ráðstefnu á netinu undir yfirskriftinni „The role of social innovation in democracy„ en snemmskráningu lýkur 20. febrúar. Í lykilhlutverkum á ráðstefnunni og vinnustofum tengdum henni verða þau; Jonathan Reckford forstjóri Habitat for Humanity Internationa, Suzanne McCormick forseti og forstóri YMCA í Bandaríkjunum og Frederick J. […]
Styrkir til velferðar- og samfélags á höfuðborgarsvæðinu
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Sóleyju vegna nýsköpunar- og samstarfsverkefna á sviði velferðar- og samfélags með áherslu á Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins Fjármunir til úthlutunar eru 5,0 milljónir kr. en hámarksfjárhæð úthlutunar til einstakrar styrkumsóknar er 1,0 milljón kr. Umsóknareyðublað. Með umsókn skal jafnframt fylgja 8-12 glæru kynning pdf-formi (pitch […]
Stuðningur við samfélagslega nýsköpun – málþing og vinnustofa
Miðvikudaginn 3. ágúst kl. 14-16 í Lóni fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar Vaxandi kemur að skipulagi viðburðarins sem er hluti af verkefninu ”Social entrepreneurship for youth – SE4Y” sem styrkt er af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins og Einurð leiðir. DAGSKRÁ 14:00 Opnunarávarp – Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor 14:15 Kynning á samfélagslega nýsköpunarverkefninu: “Dagur í lífi stúlku með ADHD” – […]
Kynningarfundur Snjallræðis
Haldinn var kynningarfundur um samfélagshraðalinn Snjallræði í morgun en þar kynnti Svafa Grönfeld samstarf MIT designX auk þess sem fyrrum þátttakendur Snjallræðið sátu í panel sem stýrt var af Auði Örlygsdóttur hjá Höfða friðarsetri. Hægt er að sækja um þátttöku til 7. ágúst en hraðallinn hefst í haust. Snjallræði var áður rekið af Höfða friðarsetri […]
Nemendur í samfélagslegri nýsköpun í Háskóla Íslands á vinnustofu SE4Y í Litháen
Þær Stella Rún, Sara Rós og Katla tóku þátt í Vinnustofu SE4Y verkefnisins fyrir unga samfélagsfrumkvöðla sem Tavo Europa stóð fyrir í Litháen dagana 30. maí til 5. júní, sjá mynd. Þar unnu að samfélagslegu nýsköpunarhugmyndinni sinni sem snýst um að vinna fræðsluefni um ADHD hjá stúlkum. Samstarf þeirra hófst á námskeiðinu Samvinna og samfélagsleg […]
UNLEASH India skráning til 19. júní
UNLEASH India 2022 er vinnustofa fyrir samfélagslega nýsköpun og verður haldin í Karnataka Indlandi 3.-11. desember. Þar munu þúsund unmenni frá öllum heimshornum (18-35 ára) vinna að samfélagslegri nýsköpun sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Umsóknafrestur rennur út á sunnudaginn 19. júní en hægt er að sækja um hér og finna má frekari upplýsingar um […]
Samfélagsfrumkvöðlar taka höndum saman vegna innrásar Rússa í Úkraínu
Samfélagsfrumkvöðlar í Úkraínu hafa virkjað tengslanet sín og lagst á árarnar við að styðja við flóttafólk í heimalandinu. Anna Gulevska-Chernys er einn af stofnendum SILab sem er vettvangur samfélagslegrar nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í Úkraínu. Hún ræddi við Pioneers Post frá heimili sínu í Kænugarði á þriðjudagsmorgun 1. mars um skelfilegar afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu. […]
Vel sóttur hádegisfyrirlestur um félög til almannaheilla
Um 30 manns sóttu hádegisfyrirlestur með Áslaugu Björgvinsdóttur sem haldin var 3. mars síðastliðinn, í Odda og á Zoom. Fyrir þá sem ekki komust á fundinn má hér finna upptöku af fundinum af Zoom, sjá einnig glærur hér fyrir neðan. Hægt er að hafa samband við Áslaugu með tölvupósti með fyrirspurnir í netfangið aslaug@logman.is:
Vaxandi fær styrk frá Erasmus+ menntaáætluninni
Vaxandi og samstarfsaðilar í Grikklandi, Belgíu og Litháen fengu 253.060 Evra styrk frá Erasmus+ í verkefnið „Designing the future Welfare systems„, tveggja ára þróunarverkefni sem hefst í mars. Markmið verkefnisins er að þróa vinnustofur og námsefni í samfélagslegri nýsköpun á sviði velferðarmála fyrir nemendur háskóla og samfélagsleg fyrirtæki/félagasamtök. Vaxandi heldur utan um verkefnið en Steinunn […]
Öllum til heilla samtal um samfélagslistir
Vekjum athygli á viðburðaröðinni „ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir“ sem Reykjavíkurkademían, Öryrkjabandalag Íslands, Listahátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Borgarleikhúsið, Reykjavíkurborg og List án landamæra, standa fyrir vorið 2022. Fyrsti viðburður af fimm hefst á miðvikudaginn 16. febrúar kl. 15:00-17:00 á stóra sviði Borgarleikhússins í beinni útsendingu. Um er að ræða fyrsta viðburðinn af fimm, […]
Félög til almannaheilla, hádegisfundur fimmtudaginn 3. mars kl. 12
Hádegisfundur á vegum Vaxandi og Almannaheilla þar sem Áslaug Björgvinsdóttir fjallar um nýja almannaheilla félagsformið samkvæmt lögum nr. 110/2021 sem tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn. Málstofan er opin öllum og fer fram í Odda stofu 206 og í gegnum Zoom. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig hér. Áslaug fjallar um nýja almannaheillafélagsformið samkvæmt […]
Hjálpsemi og gjafmildi á tímum Covid
Vaxandi eða þau Steinunn Hrafnsdóttir og Ómar H. Kristmundsson tóku þátt í alþjóðlegri rannsókn sem ætlað er að varpa ljósi á áhrif Covid faraldursins á gjafmildi og hjálpsemi (generosity). Um 50 fræðimenn frá yfir 20 löndum tóku þátt í rannsókninni sem var leidd af Pamala Wiepking from IU Family School of Philanthropy. Í rannsókninni var […]
Styrkir til fyrirtækja í þróunarsamvinnu
Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum? Fyrirtæki sem eru opinberlega skráð sem slík og eru ekki ríkisaðilar geta sótt til sjóðsins. Sérstaklega er hvatt til þess að verkefni stuðli að þverlægum markmiðum íslenskrar þróunarsamvinnu sem lúta að jafnrétti kynjanna og að […]
Skráning á Almannaheillafélagaskrá og Almannaheillaskrá
Nýtt skatta- og lagaumhverfi félaga sem starfa í þágu almannaheilla tók gildi 1. nóvember síðastliðinni samanber lög nr. 32/2021 um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla) og lög nr. 110/2021 um félög til almannaheilla. Síðustu daga hafa borist tilkynningar og leiðbeiningar frá Skattinum um hvernig […]
Skattafsláttur af framlögum til almannaheillafélaga
Þann 1. nóvember tóku í gildi lög nr. 32/2021 um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla). Meðal þeirra skilyrða sem lögaðilar þurfa að uppfylla til þess að gjafir eða framlög til þeirra skapi frádráttarrétt hjá gefanda er að um sé að ræða eftirfarandi starfsemi móttakanda: […]
Know Your Rights – lokaráðstefna
Allir eru velkomnir á lokaráðstefna Know Your Rights (KYR) verkefnisins verður haldinn í Þjóðminjasafninu, Suðurgötu 41 – 102 Reykjavík, miðvikudaginn 20. október kl. 13-16. Ráðstefnan er á ensku, skráning. Ráðstefnan sem er á ensku er öllum opin. Sjá dagskrá. Erasmus+ styrkir verkefnið sem Einurð leiðir og vinnur í samstarfi við Jafnréttishús, Compass Austurríki, Center for […]
Frjáls félagasamtök í krísu – Hvernig má bregðast við?
Fyrirlestur á vegum Vaxandi Miðstöð um samfélagslega nýsköpun, Almannaheill, samtök þriðja geirans og Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er 16. september á Zoom kl. 12:05 til 13:00. Tengill á fundinn. Í fyrirlestrinum mun Jeannie Fox háskólakennari frá Hamlin háskóla í Minnesota fjalla um krísustjórnun fyrir félagasamtök og hlutverk stjórna og starfsmanna. Fjallað verður um nýlegt dæmi […]
Fundur fólksins
Fundur fólksins 2021 er haldinn 3.-4. september í Norræna húsinu, Grósku og Öskju. Aðgangur að fundinum er gestum að kostnaðarlausu. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu fundarins. Tilgangur fundarins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.
Úthlutun styrkja til frjálsra félagasamtaka
Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason hefur úthlutað styrkjum til frjálsra félagasamtaka. Upphæð styrkjanna er samtals 107 milljónir króna. Lögð var áhersla á verkefni sem styðja við viðkvæma hópa sem glíma við afleiðingar Covid-19. „Starfsemi frjálsra félagasamtaka er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag og þau vinna ómetanlegt starf. Undanfarið ár hefur svo sannarlega sýnt mikilvægi […]
Þakkir – Hádegisfundur um markaðsstarf félagasamtaka
Kærar þakkir til Lailu Sæunni Pétursdóttur fyrir áhugaverðan og fræðandi fyrirlestur um markaðsstarf félagasamtaka á hádegisfundi Almannaheilla og Vaxandi. Laila sem hefur umsjón með markaðsstarfi Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda, sagði frá vel heppnuðum markaðherferðum Krafts og gaf félagasamtökum góð ráð um markaðsstarf. Fundurinn sem fór fram í hádeginu […]
Ný samnorræn félagasamtök
„Norðurlöndin eru auðug af samtökum og fólki sem vinnur ötullega í þágu kvenna og minnihlutahópa. Hér er líka verið að vinna þýðingarmikið starf til að standa vörð um netið og stafræn réttindi þeirra 26 milljón íbúa sem búa á Norðurlöndunum. Okkur þykir verðugt verkefni að sameina þessar hugsjónir. Þess vegna höfum við stofnað NORDREF, the […]
Jólakveðja
Vaxandi, miðstöð um samfélagslega nýsköpun óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi árs. Þökkum samstarfið á árinu.
Vaxandi á Instagram
Vaxandi er nú á Instagram. Endilega fylgið okkur! Vaxandi er einnig á Facebook og Youtube. ….. Hagnýtt efni á vef NGO Conntect: Hvernig geta félagasamtök nýtt sér samfélagsmiðla til að auka áhrif sín? Sjáðu svarið hér.
Ungt fólk leitar nýrra leiða í loftslagsmálum
„Þegar sameinuðu þjóðirnar tilkynntu að fallið væri frá því að halda árlega ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál leituðu ungmenni nýrra leiða til þess að halda hana þar sem loftslagsváin hefur ekki minnkað þrátt fyrir að veiran hafi komið fram á sjónarspilið.“ Þetta kemur fram á vef félagasamtakanna Ungir umhverfissinar. Félagasamtökin tóku á dögunum þátt í alþjóðlegri ráðstefnunni Mock COP26 þar […]
Viðtal við formann Almannaheilla
„Almenningur er mjög tryggur þessum samtökum“ Þetta segir Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans sem var gestur morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun. Jónas fjallaði þar um stöðu almannaheillasamtaka í faraldrinum; Almannaheillafélög gegna mikilvægu hlutverki í faraldrinum, þau hafa verið kölluð til á upplýsingafundum almannavarna og hafa mörg hver gjörbreytt starfsemi sinni til að […]
Nýtt neyðarathvarf og áfangaheimili á vegum Samtaka um kvennaathvarf
Stjórnvöld styrkja uppbyggingu nýs neyðarathvarfs á vegum Samtaka um kvennaathvarf. Fjárveitingin er hluti af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar og er ætlað að styrkja kvennaathvarfið vegna áhrifa COVID faraldursins. Samtökin standa einnig að uppbyggingu nýs áfangaheimilis eða 2. stigs úrræðis fyrir konur og börn sem dvalið hafa í kvennaathvarfinu. Áfangaheimilið sem er 18 íbúða hús mun opna næsta […]
Áhrif samkomutakmarkanna á íþróttastarf
Augljóst er að íþróttahreyfingin á undir högg að sækja vegna samkomutakmarkanna. Bæði eru takmarkanir á íþróttastarf atvinnuíþróttamanna, almennings sem og á aðkomu félagsmanna og sjálfboðaliða að starfinu. Við bendum á nokkrar greinar um málefnið: Á breska vefnum Economics Observatory má lesa áhugaverða umfjöllum um langtímaáhrif veirufaraldursins á íþróttastarf. Hvaða áhrif hefur tómir áhorfendapallar til lengdar? Hvað eru áhrif þess að […]
Spurt og svarað: Viðbrögð félagasamtaka við COVID19
Við hvetjum félagasamtök, félagslega frumkvöðla og aðra lesendur til að senda okkur ábendingar og spurningar um viðbrögð við COVID19. Við gerum okkar besta við að svara og birta undir spurt og svarað.