Frumkvöðlar sem vilja efla ungbarnamenningu
Nokkrir íslenskir frumkvöðlar vinna að tengslasetri fyrir börn yngri en fimm ára og foreldra þeirra. Frumkvöðlaverkefnið kallast Þorpið – tengslasetur og markmið þess er að skapa vettvang fyrir börn og foreldra til að tengjast í umhverfi sem er nærandi og skapandi og í samfélagi við aðrar fjölskyldur og náttúruna. Væntanleg þjónusta setursins er opið rými […]
Skýrsla um félagslega frumkvöðla og COVID19
Við deilum skýrslu á vegum COVID Response Alliance for Social Entrepreneurs sem er verkefni hjá World Economic Forum. Skýrslan er um mikilvægi félagslegra frumkvöðla í tímum heimsfaraldurs. Fjallað er um stöðuna, af hverju og á hvaða hátt félagslegir frumkvöðlar standa sína plikt. „Faraldurinn opnar fágætan glugga tækifæranna til þess að spegla, endurmeta og endurstilla heiminn […]
Greinar um tengsl andlegrar líðan frumkvöðla og samfélagslegrar nýsköpunar
Fyrir áhugasama bendum við á greinasafn um tengsl andlegrar líðan félagslegra frumkvöðla og nýsköpunar. Efnið er ætlað bæði stjórnendum og frumkvöðlum innan þriðja geirans. Greinasafnið er á vegum The Wellbeing, Innovation, and Social Change in Education (WISE) sem er net háskóla og stofnanna, India Development Review, The Skoll Foundation, and Schwab Foundation.
Leiðtogaskóli Íslands fyrir unga félagslega frumkvöðla
Við vekjum athygli á Leiðtogaskóla Íslands sem rekin er af Landssambandi ungmennafélaga (LUF). Í skólanum eru ungmenni valdefld; þau fá þjálfun í persónulegri hæfni, deila reynslu og efla tengslanet sitt. Lögð er áhersla á lýðræði og mannréttindi. Meðal markmiða skólans er að: „Virkja mannauðinn innan aðildarfélögum LUF og veita þeim stuðning í hagsmunastarfi, nýsköpun og […]
Styrkir til frjálsra félagasamtaka vegna COVID19
Styrkir til frjálsra félagasamtaka sem styðja við viðkvæma hópa eru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar Viðspyrna fyrir Íslands sem kynntar voru í dag. Áætlað umfang styrkja til frjálsra félagasamtaka eru 80 milljónir króna. Styrkir munu renna til félagasamtaka sem sinna mataraðstoð, neytenda- og hagsmunamálum heimlanna og fólki sem er einangrað eða undir andlegu álagi vegna COVID19. […]
Örviðburðir um félagasamtök í heimsfaraldri: Hugarafl
Hugaraflsfólk segir okkur frá starfi samtakanna og viðbrögðum við heimsfaraldrinum í fróðlegu og skemmtilegu myndbandi! Við þökkum Hugarafli kærlega fyrir þátttöku í verkefninu „Örviðburðir: Félagasamtök í heimsfaraldri.“
Nýr vefur um Barnasáttmálann
Nýr vefur um Barnasáttmálann verður opnaður á morgun 20. nóvember á degi mannréttinda barna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarráðherra opna vefinn formlega á Zoom fundi. Að vefnum standa félagasamtökin Barnaheill – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi í samstarfi við umboðsmann barna og Menntamálastofnun. Verkefnið er styrkt af […]
Örviðburðir um félagasamtök í heimsfaraldri: Foreldrahús – Vímulausrar æsku
Fyrsti örviðburður verkefnisins Félagasamtök í heimsfaraldri hefur verið birtur á vef Vaxandi. Berglind Gunnarsdóttir Strandberg, framkvæmdastjóri Foreldrahúss Vímulausrar æsku segir okkur frá stöðu og viðbrögðum samtakanna við heimsfaraldrinum. Við munum á næstu dögum skyggnumst inn í starf fleiri félagasamtaka og fáum fulltrúar félagasamtaka til að segja okkur frá áhrifum COVID19 á starf og þjónustuþega samtakanna. […]
Alþjóðlegar sögur af viðbrögðum borgarasamfélagsins við COVID19
Á vef CIVICUS má finna sögur af samfélagslegum verkefnum borgarasamfélagsins sem hafa sprottið upp í kjölfar COVID19. CIVICUS er alþjóðlegt bandalag borgarasamtaka. Markmið bandalagsins er að styrkja borgarasamfélagið um allan heim.
Bætir sjálfboðaliðastarf lífsánægju og lífsgæði?
Ný rannsókn á vegum Institute for Volunteering Research í Háskólanum East Anglia, Spirit of 2012 og What Works Centre for Wellbeing í Bretlandi greinir jákvæð tengsl þess að stunda sjálfboðaliðastörf og finna fyrir bættri lífsánægju og lífsgæðum. Helstu niðurstöður eru: Að jákvæð tengsl séu milli þess að stunda sjálfboðaliðastarf og lífsánægju og lífsgæða. Þessi jákvæðu […]
WhySE? Hlaðvarp og framhaldsnám
Við mælum með „WhySE? Podcast“ sem er hlaðvarp á vegum framhaldsnema á sviði félagslegrar frumkvöðlastarfsemi í Háskólanum í Hróarskeldu. Síðasta þáttur fjallar um hvernig félagslegir frumkvöðlar hafa brugðist við heimsfaraldrinum. Rétt er að nefna að opið er fyrir umsóknir í framhaldsnámið í félagslegri frumkvöðlastarfsemi við Háskólann í Hróarskeldu sem hefst í janúar á næsta ári. […]
Viðbragð borgarasamfélagsins við COVID19
Öllum ætti nú að vera ljóst að borgarasamfélagið er og verðum um ókomna framtíð mikilvægur hlekkur í viðbrögðum við hamförum. Þetta segir í inngangi á nýrri skýrslu á vegum CIVICUS um borgarasamfélagið sem kallast „Samstaða á krísutímum.“ CIVICUS er alþjóðlegt bandalag borgarasamtaka. Markmið bandalagsins er að styrkja borgarasamfélagið um allan heim. Í skýrslunni er farið […]
Viðburðir og nýsköpunarkeppnir á næstunni
Empowering Youth: Green Together! 21. nóvember: Upphafsdagur rafræns gagnaþons fyrir umhverfið ætlað ungum frumkvöðlum. – Social Economy Scientific Conference 24. – 25. nóvember 2020: Rafrænn viðburður um framtíð félagshagkerfisins í Evrópu. Mikilvægi félagshagkerfisins hefur sýnt sig á tímum COVID19. Hvernig getur félagshagkerfið komið að uppbyggingu og breytingum í kjölfar heimsfaraldursins? #SES2020 – Making it Matter – the […]
Nýsköpun í öldrunarþjónustu
„Mikil gróska er í rannsóknum á sviði öldrunarfræða og þörf á að miðla niðurstöðum þeirra samfélaginu til hagsbóta.“ „Við skilgreinum farsæla öldrun svo: „Öldrun, þriðja aldursskeiðið, getur verið skeið þroska og tækifæra fremur en eingöngu sjúkdóma og hrörnunar.“ Þetta kemur fram á Facebooksíðu Þekkingarmiðstöðvar um farsæla öldrum. Um er að ræða mikilvæga nýsköpun í öldrunarþjónustu. […]
Nýtt neyðarathvarf og áfangaheimili á vegum Samtaka um kvennaathvarf
Stjórnvöld styrkja uppbyggingu nýs neyðarathvarfs á vegum Samtaka um kvennaathvarf. Fjárveitingin er hluti af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar og er ætlað að styrkja kvennaathvarfið vegna áhrifa COVID faraldursins. Samtökin standa einnig að uppbyggingu nýs áfangaheimilis eða 2. stigs úrræðis fyrir konur og börn sem dvalið hafa í kvennaathvarfinu. Áfangaheimilið sem er 18 íbúða hús mun opna næsta […]
Almannaheill og heimsmarkmiðin
Við erum sannfærð um að almannaheillasamtök séu mikilvægir hlekkir í vinnu að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna! Það gleður okkur að Almannaheill, samtök þriðja geirans og verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafa gert með sér samkomulag um kynningarstarf á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna ætlað félagasamtökum. Almannaheill og verkefnastjórnin munu standa að fræðslufundum og miðlun upplýsinga um heimsmarkmiðin. Einnig mun […]
Áhrif samkomutakmarkanna á íþróttastarf
Augljóst er að íþróttahreyfingin á undir högg að sækja vegna samkomutakmarkanna. Bæði eru takmarkanir á íþróttastarf atvinnuíþróttamanna, almennings sem og á aðkomu félagsmanna og sjálfboðaliða að starfinu. Við bendum á nokkrar greinar um málefnið: Á breska vefnum Economics Observatory má lesa áhugaverða umfjöllum um langtímaáhrif veirufaraldursins á íþróttastarf. Hvaða áhrif hefur tómir áhorfendapallar til lengdar? Hvað eru áhrif þess að […]
Fréttir af félagasamtökum: Mikil aðsókn til Píeta samtakanna
„Hins vegar höfum við stækkað á ógnarhraða og hver mánuður er stærri en sá á undan. Það sem er sérstakt við okkar rekstrarform er það að samtökin eru alfarið rekin af almennu styrktarfé. Allt starfsfólk leggur sig mikið fram og vinna hér allir af hugsjón og fagmennsku.“ Þetta segir Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Píeta samtakanna. Samtökin […]
Umsóknarfrestur 9. nóvember: Styrkir til félagasamtaka
Félagsmálaráðuneytið auglýsir eftir styrkumsóknum frá íslenskum félagasamtökum á sviði félagsmála. Sérstaklega verður litið til verkefna sem styðja við viðkvæma hópa sem takast á við afleiðingar Covid-19. Um er að ræða styrki til afmarkaðra verkefna. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 9. nóvember. Sótt er um á umsóknarvef Stjórnarráðsins.
Viðburðir og tækifæri fyrir félagslega frumkvöðla í nóvember
Málfundur um loftslagsvænar framfarir 10. nóvember: Málfundur um loftslagsvænar framfarir í kjölfar COVID-19 á vegum Loftslagsráðs og sendiráðs Bretlands á Íslandi. „Tilgangur fundarins er að hvetja til samstöðu og ábyrgðar stjórnmálamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra þegar kemur að loftslagsmálum.“ – Social Innovation Summit 10. – 11. nóvember: Social Innovation Summit 2020 er spennnandi ráðstefna […]
Sjálfboðaliðastörf á Norðurlöndunum á nýjum tímum
„Í samanteknu máli er annars vegar áberandi hversu mikill stöðugleiki einkennir sjálfboðavinnu á Norðurlöndum. Hins vegar má greina breytingar á uppbyggingu starfsins undir þessu kyrra yfirborði. Þær breytingar benda til þess að sjálfboðavinna og starfsemi frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum leiti nú í nýjan farveg.“ Tilvitnun hér að ofan er úr greiningarskýrslu Norrænu ráðherranefndinni um sjálfboðaliðavinnu […]
Stuðninugur við sjálfboðaliða á tímum farsóttar
Við deilum leiðbeiningarriti frá Volinteeringwa um stuðning við sjálfboðaliða á farsóttartímum. Meira efni ætlað sjálfboðaliðasamtökum má finna undir „Ráðleggingar vegna COVID“ á forsíðu vefsins.
Nýsköpun við matarúthlutanir vegna COVID
Norsk samtök sem veita matarhjálp tóku upp nýjar aðferðir við matarúthlutanir í fyrstu bylgju COVID19. Matarúthlutanir fóru meðal annars fram á fyrirframgefnum tíma, í gegnum glugga til virða nálægðartakmörk og með heimsendingu. Breytingarnar á þjónustunni reyndust mikilvægar enda jókst eftirspurn eftir matarhjálp um 40%. Þetta er meðal þess kemur fram í skýrslu um matarúthlutanir í […]
Rafræn ráðstefna um samfélagslega nýsköpun: Social Innovation summit
Forum for Social Innovation, sænsk miðstöð um samfélagslega nýsköpun stendur fyrir tveggja daga rafrænni ráðstefnu um samfélagslega nýsköpun í samstarfi við Háskólann í Malmö og Malmö borg. Ráðstefnan fer fram 10. – 11. nóvember nk. Við hvetjum áhugasama til þess að kynna sér dagskránna en þar má finna viðburði á bæði sænsku og ensku.
Umfangsmikil og vönduð nýsköpun á sviði velferðarmála í Danmörku í fyrstu bylgju COVID19
Meirihluti eða um 70% frjálsra félagasamtaka í Danmörku stunduðu samfélagslega nýsköpun í fyrstu bylgju COVID faraldursins samkvæmt nýrri skýrslu um nýsköpun á sviði velferðarmála í Danmörku. Skýrslan gefur til kynna að nýsköpun hafi verið umfangsmikil og vönduð í fyrstu bylgju og framkvæmt af hinu opinbera, af þriðja geiranum eða í samstarfi hins opinbera og þriðja […]
Ný þjónusta á vegum Blindrafélagsins
Blindrafélagið hefur tekið upp nýja þjónustu við blinda og sjónskerta með notkun snjallforritsins „Be My Eyes.“ Á vef blindrafélagsins má lesa meðfylgjandi útskýringu á þjónustunni: „Í grunninn virkar kerfið þannig að blindur eða sjónskertur notandi sem þarf sjónræna aðstoð, hringir í sjálfboðaliða með Be My Eyes appinu. Sjálfboðaliði sem svarar fær aðgang að myndavélinni í […]
Ákvarðanataka og seigla á tímum COVID19
Bresku samtökin NCVO hafa gefið út mikið magn fræðsluefnis ætlað almannaheillaamtökum á krefjandi tímum COVID19. Við deilum nokkrum fyrirlestrum úr þeirra safni í þeirri von að þeir nýtist íslenskum almannaheillasamtökum við að aðlaga starfsemi sína að breyttum sóttvarnaraðgerðum. ……………. Ákvarðanataka á krefjandi tímum (e. Making decisions in tough times) Fyrirlestur um aðferðir við ákvarðanatöku á krefjandi tímum. […]
Verkfærakistan: Nýskapandi samfélagslegar lausnir
Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða standa frjáls félagasamtök frammi fyrir því að aðlaga starfsemi sína enn á ný. Við deilum því nokkrum leiðbeiningarritum um aðferðafræði við samfélagslega nýsköpun. Social Innovation Academy Social Innovation Academy er rafrænt „námskeið“ um samfélagslega nýsköpun. Á vef verkefnisins má finna upplýsingar um nýsköpunarferlið og félagslega frumkvöðla, viðtöl við frumkvöðla, dæmi um vel […]
Fjárframlög til góðgerðamála stöðug en áherslur breyttar: Vísbendingar frá Bretlandi
Fræðimenn víðs vegar skoða nú áhrif kórónufaraldursins á fjárframlög til góðgerðamála. Samkomutakmarkanir, atvinnuleysi og efnahagsþrengingar geta haft áhrif á hegðun fólks og ákvarðanir um fjárframlögum til góðgerðamála. Þessi sömu atriði hafa einnig áhrif á starfsemi og eftirspurn eftir þjónustu margra góðgerðafélaga. Könnun á vegum CAF í Bretlandi gefur til kynna að hlutfall þeirra sem leggja […]
Er almenningur að sýna samfélagslegan stuðning á tímum COVID19?
Um 35% svarenda í spurningalistakönnun á vegum Háskóla Íslands segjast hafa gefið peninga til góðgerðamála vegna COVID19. Í sömu könnun greina um 11% svarenda frá því að þeir hafi unnið sjálfboðaliðastörf fyrir félagasamtök sérstaklega vegna COVID19 og um 13% hafa aðstoðað ókunnuga sem hafa þurft á því að halda vegna faraldursins. Frá þessu greinir Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands á málþingi Vaxandi um stöðu félagasamtaka á tímum COVID19. Þetta eru frumniðurstöður […]
Rafrænt málþing Vaxandi og Almannaheilla
„Nýja vefnum er ætlað að vera upplýsinga- og umræðuvettvangur fyrir íslensk félagasamtök. Ætlunin er að miðla hagnýtum upplýsingum um stjórnun, skipulag og rekstur félagasamtaka og annarra sem starfa án hagnaðarvonar. Vonast er til að vefurinn komi að haldi fyrir frumkvöðla – þá sem eru að taka sín fyrstu spor með samfélagsleg verkefni – og líka […]
Félagsmálaráðuneytið auglýsir styrki til félagasamtaka: Áhersla á verkefni tengt Covid-19
Félagsmálaráðuneytið auglýsir eftir styrkumsóknum frá íslenskum félagasamtökum á sviði félagsmála. Sérstaklega verður litið til verkefna sem styðja við viðkvæma hópa sem takast á við afleiðingar Covid-19. Um er að ræða styrki til afmarkaðra verkefna. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 9. nóvember. Sótt er um á umsóknarvef Stjórnarráðsins.
Fréttir af starfi félagasamtaka: Heimili og skóli með lausnir á tímum COVID19
Félagasamtökin Heimili og skóli hafa deild lausnum við áskorunum daglegs lífs á farsóttartímum. Á Facebook síðu samtakanna má meðal annars finna hugmyndir að samveru fjölskyldna í komandi vetrarfríi og hugmyndir fyrir hrekkjavöku svo sem ratleikur í stað þess að ganga á milli húsa og biðja um nammi. Við mælum með viðtali við Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra […]
Rafrænt málþing Almannaheilla og Vaxandi: Staða félagasamtaka í heimsfaraldri
Vekjum athygli á rafrænu málþingi Almannaheilla og Vaxandi um stöðu félagasamtaka í heimsfaraldri. Nánari upplýsingar undir viðburðir og á Facebook.
Spurt og svarað: Viðbrögð félagasamtaka við COVID19
Við hvetjum félagasamtök, félagslega frumkvöðla og aðra lesendur til að senda okkur ábendingar og spurningar um viðbrögð við COVID19. Við gerum okkar besta við að svara og birta undir spurt og svarað.
Níu frjáls félagasamtök afhenda sameiginlega skýrslu um mannréttindi barna á Íslandi
Nýverið afhentu níu frjáls félagasamtök sameiginlega viðbótarskýrsla um mannréttindi barna á Íslandi til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Að skýrslunni standa eftirfarandi félagasamtök; Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Landssamtökin Þroskahjálp, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn á Íslandi, Samfés, Ungmennafélag Íslands, UNICEF á Íslandi og Öryrkjabandalagið. Nánari umfjöllun um skýrsluna má finna á vef Rauða krossins. Skýrsluna má einnig lesa í heild […]
Styrkjum stöðu félagasamtaka á tímum veirufaraldurs
Við vekjum athygli á grein formanns Almannaheilla, Jónasar Guðmundssonar, um almannaheillasamtök og Covid19 sem birtist á vef Vísis í lok ágúst. Greinin á ekki síður við í dag þegar veirufaraldurinn er í uppgangi og samkomutakmarkanir hafa verið hertar. Á tímum sem þessum er mikilvægt að félagasamtök séu í sterkri stöðu til geta látið til sýn […]